Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Blaðsíða 73

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Blaðsíða 73
71 lagði beint út á braut vísindanna, sannfærður um að geðtrufl- anir eiga rót sina að rekja til truflana í starfsemi líkamans. Þetta var brautryðjandastarf, óvenjulegt og merkilegt á þeim tíma, en síðan hefir mikið verið unnið á þessu sviði, svo að útlit er fyrir, að geðveikralækningar séu á góðum vegi með að komast út úr því miðaldamyrkri, sem hvílt hefir yfir þeim fram á þessa öld. Að afloknu embættisprófi í Kaupmannahöfn dvaldist Helgi Tómasson á ýmsum sjúkrahúsum í Danmörku og Svíþjóð í rúm fimm ár, en síðan kom hann heim og var skipaður yfirlæknir á nýja geðveikrahælinu að Kleppi, 1928. Tveim árum seinna tók hann að sér kennslu í geðsjúkdómum við Háskólann og gegndi þessu tvískipta starfi jafnan síðan. Mikil störf hlutu að hlaðast á slíkan mann og kom sér vel, að hann var ötull og athafnasamur. Lengst af hafði Helgi Tóm- asson litla aðstoð í læknisstarfi sínu, en komst þó yfir að gegna sjúkrahússtörfunum og jafnframt miklum einkalæknisstörfum, sem ekki varð hjá komizt. Hann varð trúnaðarlæknir líftrygg- ingadeildar Sjóvátryggingarfélagsins og var áhrifamikill í stjórn Sjúkrasamlags Reykjavíkur öll þau 22 ár, sem hann starfaði þar- Helgi Tómasson mun hafa verið fyrsti yfirlæknir hér á landi, sem lét sér ekki nægja að kynna sér sjúkrahússtörf frá læknis- fræðilegu sjónarmiði, heldur einnig frá fjárhagslegu hliðinni. Rekstur hans á sjúkrahúsinu var til fyrirmyndar, því að allir þættir voru þaulhugsaðir. Frá fyrstu tíð gaf hann sjúklingum sínum allt það frelsi sem mögulegt var, og meðferð hans á geð- biluðu fólki var öll hin mannúðlegasta, svo að hann var þar sem annars staðar frekar á undan en eftir öðrum. Stúdentunum fannst gott að vera á Kleppi, því að þeir lærðu vel þar og yfirlæknirinn hafði ánægju af að veita þeim tilsögn. Alla ævi hafði Helgi Tómasson ánægju af því að umgangast ungt fólk og það hafði bæði gagn og gaman af að umgangast hann, því að öllum fannst hann vera ungur. Það var því engin til- viljun, að hann, sem hafði verið skáti frá barnsaldri, skyldi vera kjörinn skátahöfðingi Islands og gegna því starfi síðustu tvo áratugina, sem hann lifði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.