Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Blaðsíða 6
4
dr. theol. Magnúsar Jónssonar, sem andaðist 2. apríl síðastlið-
inn. Prófessor Magnús kom að háskólanum sem kennari í guð-
fræði haustið 1917 og gegndi kennarastarfi sem dósent og pró-
fessor í rúm 30 ár, til 1947. Hann var háskólarektor árið 1930
—31. Magnús Jónsson var sem kunnugt er mikilhæfur kennari,
maður listfengur og fjölhæfur flestum mönnum framar, enda
gegndi hann margvislegum störfum um æfina utan kennara-
embættisins, ritstjóri, þingmaður um fjölda ára, ráðherra um
hríð. Meðan hann starfaði við háskólann lét hann mál hans
til sín taka og átti góðan hlut að umbótum, sem í hans tíð
urðu á högum skólans.
Þá vil ég minnast þess hörmulega atburðar, er fjórir af stúd-
entum háskólans fórust í flugslysi á öxnadalsheiði þ- 29. marz.
Þessa atburðar og þeirra manna, er fórust með svo sviplegum
hætti, var minnzt með athöfn í kapellu háskólans laugardaginn
fyrir páska, hinn 5. apríl, við almenna hluttekningu stúdenta
og kennara.
Á háskólaárinu 1957—58 hafa litlar breytingar orðið á starfs-
mannaliði háskólans. Að því leyti var hið fyrra ár, 1956—57,
miklu viðburðaríkara, því að með nýju háskólalögunum, sem
tóku gildi 29- maí 1957, voru stofnuð þrjú ný prófessorsembætti
og alls bættust við á því ári fjórir nýir prófessorar og einn
aukakennari, dósent.
Helztu breytingar í hópi kennara nú eru þær, að sendikenn-
ari, Mr. Lokensgard frá Bandaríkjunum, hvarf héðan í vor.
Síra Harald Sigmar, sem gegndi kennarastörfum árið sem leið
í guðfræðideild fyrir próf. Þóri Þórðarson, starfar nú í vetur
sem sendikennari frá Bandaríkjunum, kennir guðfræði i fjar-
veru próf. Þóris, eins og í fyrra vetur. Þá kom að háskólanum
í haust enskur sendikennari, Mr. Donald Brander, kennir enska
tungu og bókmenntir í samvinnu við enskukennarann Heimi Ás-
kelsson, M.A. Hér hefir ekki starfað enskur sendikennari síðan
1948. 1 heimspekideild hafa þær breytingar orðið síðan i fyrra-
haust, að dr. Sigurður Nordal, sem undanfarið gegndi sendi-
herraembætti í Kaupmannahöfn, tók aftur við embætti sínu,
dr. Guðni Jónsson var í árslok 1957 skipaður prófessor í sögu,