Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2006, Blaðsíða 90
Jafnréttishópur deitdarvarskipaður Elvu Ellertsdóttur verkefnisstjóra. Guðnýju
Guðbjörnsdóttur prófessor og Silju Báru Ómarsdóttur aðjúnkt.
Rannsóknarnámsnefnd deildar skipuðu Rannveig Traustadóttir, prófessor í upp-
eldis- og menntunarfræði (formaður), Ágústa Pálsdóttir, lektor í bókasafns- og
upplýsingafræði, Zuilma Gabriela Sigurðardóttir, dósent í sálfræði. Stefán Ólafs-
son, prófessor í félagsfræði, Sigrún Júlíusdóttir. prófessor í félagsráðgjöf, Jónína
Einarsdóttir, dósent í mannfræði, og Ómar H. Kristmundsson. dósent í stjórn-
málafræði.
í ársbyrjun 2006 voru fastráðnir kennarar 48, sem skiptust þannig: 17 prófessorar,
14 dósentar og 17 lektorar. í hópi fastra kennara voru 22 konur og 26 karlar. Árið
1976 (við stofnun deildar) voru kennararnir 11. þar af tvær konur. Auk fastra
kennara kenna fjölmargir stundakennarar við deildina og nam kennsla þeirra um
25 þúsund vinnustundum. Þeir kenna allt frá nokkrum fyrirlestrum og upp í eitt
eða fleiri námskeið og eru á milti 700-800 stundakennslusamningar gerðir við
deildina árlega.
Breytingar á starfsliði fastráðinna kennara á árinu voru þær að Valdimar Tryggvi
Hafstein var ráðinn lektor í þjóðfræði 1. ágúst 2005 en var í launalausu leyfi
háskólaárið 2005-2006 og kom til starfa 1. ágúst. Daníel Þór Ólason var ráðinn
lektor í sálfræði þann 1. janúar. Anni G. Haugen var ráðin lektor í félagsráðgjöf 1.
desember 2006. Árni Kristjánsson hlaut framgang í starf dósents frá 1. júní 2006.
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir hlaut framgang í starf dósents frá 1. september 2005.
Guðný Björk Eydal hlaut framgang í starf dósents frá 1. apríl 2006. Indriði H.
Indriðason hlaut framgang í starf dósents frá 1. júní 2005. Jónína Einarsdóttir
hlaut framgang í starf dósents frá 1. apríl 2005. Ómar H. Kristmundsson hlaut
framgang í starf dósents frá 1. febrúar 2006. Baldur Þórhallsson hlaut framgang í
starf prófessors frá 1. mars 2006. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir prófessor var í
launatausu leyfi frá 1. júní og gegndi starfi sendiherra íslands í Afríku frá sama
tíma.
Félagsvísindadeild hélt áfram að vera fjölmennasta deild Háskóla íslands með
um 2500 nemendur. Fjötmennustu skorirnar í árslok voru stjórnmálafræðiskor
með 552 nemendur og sálfræðiskor með 539 nemendur. Nemendur hafa aldrei
verið fteiri í sögu deildarinnar en þeirvoru um 300 þegar deildin varstofnuð 1976.
Húsnæðismál
Deildin bjó áfram við gífurleg húsnæðisþrengsli og eru fastir starfsmenn deitdar í
sex byggingum á háskólasvæðinu. Fyrirhugað erað leysa húsnæðisvanda félags-
vísindadeildar og viðskipta- og hagfræðideildar með byggingu á bílastæði norðan
við Odda.
Kennsla
Grunnnám:
í félagsvísindadeild er unnt að stunda þriggja ára nám sem týkur með BA-prófi.
Tit BA-prófs eru kenndar eftirfarandi greinar: Bókasafns- og upplýsingafræði.
félagsfræði, fétagsráðgjöf. mannfræði. sálfræði. stjórnmálafræði. uppeldis- og
menntunarfræði og þjóðfræði. Þessar greinar eru kenndar bæði sem aðatgreinar
og aukagreinar nema félagsráðgjöf. Þá er boðið upp á diplómanám í
tómstundafræði í grunnnámi (45 einingar).
Atvinnulífsfræði, borgarfræði, fjölmiðlafræði. kynjafræði (í samvinnu við hugvís-
indadeild). safnafræði (í samvinnu við hugvísindadeild). atmenn trúarbragðafræði
(í samvinnu við guðfræðideild og hugvísindadeild). upptýsinga- og skjatastjórn hjá
skipulagsheildum og tómstundafræði eru kenndar sem aukagreinar (30 einingar).
Þá er í boði námsleið (20 einingar) í stjórnmálafræði innan BA-náms, „Scandinav-
ian Studies" í samvinnu við University of Washington. Háskótann í Bergen og
Háskólann í Lundi.
Bókasafns- og upptýsingafræði fyrir skólasafnverði (eins árs nám) er einnig
kennd á vegum deildarinnar.
Til BA-prófs er krafist minnst 90 eininga. Annaðhvort skal nemandi tjúka 90
einingum í aðalgrein eða 60 einingum í aðalgrein og 30 einingum í aukagrein.
Að loknu BA-prófi er hægt að taka eftirfarandi nám í deildinni: