Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2006, Blaðsíða 190
Deildin veitti með stuðningi Hollvinafélags deildarinnar tveimur nemendum
verðlaun á árinu 2006. Arna Varðardóttir, nemandi í BS-námi í hagfræði, fékk
verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn að loknum prófum á 1. ári og Frosti Ólafsson
fékk verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn í grunnámi. en hann útskrifaðist með
ágætiseinkunn í BS-námi í hagfræði.
KB banki. Bakkavör og Seðlabanki íslands veittu deildinni fimm milljóna kr. styrk
hvert fyrirtæki á árinu 2006 og í lok árs 2006 var gerður nýr samstarfssamningur
deildarinnar við Kaupþing sem tryggir henni aukinn fjárstuðning á næstu árum.
Ráðstefnur, málstofur, erlendir fyrirlesarar og heimsóknir
• Þrír erlendir prófessorar voru sæmdir heiðursdoktorsnafnbót frá deildinni á
árinu 2006: Michael E. Porter, prófessor við Harvard-háskóla. var gerður að
heiðursdoktor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands 2. október
2006. Hagfræðingarnir Robert A. Mundell nóbelsverðlaunahafi og Assar
Lindbeck voru gerðir að heiðursdoktorum við deildina 21. október 2006.
• Á vormisseri 2007 voru þrír erlendir gestafyrirlesarar hjá deildinni: Jan
Bartholdy. dósent við Aarhus School of Business. var í þrjár vikur í janúar og
kenndi námskeiðið Þætti í fjármálum.Gilad Livne. prófessor við Cass
Business School í Bretlandi. kenndi námskeiðið Atþjóðleg reikningsskil í
apríl og Lars I. Pettersen. varaforseti og tæknilegur ráðgjafi GAAP í Noregi.
kenndi námskeiðið Reikningshald VII í mars og apríl.
• Opinn fyrirlestur í boði MBA-námsins: Áskoranir í þekkingarstjórnun -
Challenges in Knowledge Management, var haldinn 3. febrúar.
• Miðvikudaginn 8. febrúar flutti Helgi Tómasson dósent erindið „Rökfræði tölf-
ræðiprófa'' í málstofu Hagfræðistofnunar og Viðskiptafræðistofnunar. Örn
Daníel Jónsson prófessor flutti erindið „Frumkvæði og greinabundin þróun'' í
málstofu Hagfræðistofnunar og Viðskiptafræðistofnunar miðvikudaginn 15.
febrúar.
• Fimmtudaginn 23. febrúar hélt Ólavur Christiansen. aðjúnkt við Fróðskapar-
setur Foroya. fyrirlestur í boði deildarinnar. Heilbrigðisstefna til framtíðar - á
hvaða leið erum við? var yfirskrift opins kynningar- og umræðufundar á vegum
deildarinnar, sem haldinn var föstudaginn 10. mars. Gylfi Dalmann Aðalsteins-
son lektor flutti erindið „Breytt hlutverk stéttarfélaga í Ijósi breyttra áherslna í
stjórnun'' í málstofu Hagfræðistofnunar og Viðskiptafræðistofnunar
miðvikudaginn 15. mars.
• Miðvikudaginn 22. mars flutti Inga Jóna Jónsdóttir lektor erindið „Hvað
einkennir fjárfestingar lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stofnana í starfs-
þjálfun og athöfnum sem leiða til þróunar á hæfni og færni starfsfólks?" í
málstofu Hagfræðistofnunar og Viðskiptafræðistofnunar.
• Fimmtudaginn 9. mars hélt Ökonomia. félag hagfræðinema. í samstarfi við
KB banka málstofu. Umræðuefni málstofunnar er „Fjármögnun íbúðar-
húsnæðis. nálgun KB banka". Sigmar Guðbjörnsson. framkvæmdastjóri
Stjörnu-Odda, kynnti fyrirtækið á fundi á vegum deildarinnar fimmtudaginn
30. mars.
• Þriðjudaginn 14. mars stóð FVH fyrir hádegisverðarfundi á Grand Hótel.
Fundurinn bar yfirskriftina Samræming vinnu og einkalífs vongóðra
millistjórnenda. Hannes Smárason. forstjóri FL GROUP, kynnti FL GROUP og
stöðu félagsins á markaði þriðjudaginn 25. apríl. Hreiðar Már Sigurðsson.
forstjóri Kaupþings. hélt gestafyrirlestur fimmtudaginn 30. mars.
• Miðvikudaginn 12. apríl flutti Einar Guðbjartsson dósent erindið „Óefnislegar
eignir í efnahagsreikningi'' í málstofu Hagfræðistofnunar og
Viðskiptafræðistofnunar.
• 12. og 13. maí var haldin alþjóðleg hagfræðiráðstefna NOITS (Nordic Inter-
nationalTrade Seminar) á vegum viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla
(slands. Á ráðstefnunni var meðal annars fjallað um flæði fjárfestinga milli
landa. starfsemi alþjóðafyrirtækja og milliríkjaviðskipti. Aðalfyrirlesarar
ráðstefnunnar voru Eric W. Bond frá Vanderbilt-háskóla og Ronald B. Davies
frá Háskólanum í Oregon. Ráðstefnan var lokuð.
• Föstudaginn 26. maí var haldin alþjóðleg ráðstefna um aukið vægi smásölu-
verslunar. Conference on Retailing: The Rise of Retail. Ráðstefnan var haldin í
samvinnu viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla íslands og breskra háskóla
með stuðningi Bakkavarar.
• Mánudaginn 8. maí hélt gestakennari við viðskipta- og hagfræðideild. Gilad
Livne, opinn fyrirlestur. Heiti hans var „The Effects of Auditor Independence
on Cost of Public Debt''.
• Runólfur Smári Steinþórsson. prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, flutti
erindið „Stefna í raun og veru: Dæmið um Háskóla íslands'' í málstofu
Hagfræðistofnunar og Viðskiptafræðistofnunar miðvikudaginn 26. apríl.
188