Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2006, Blaðsíða 152
frá 1. janúar 2006. Rannsóknaþáttur starfsins var greiddur af rannsóknafé.
Violeta Calian var ráðin í starf dósents í stærðfræði við stærðfræðiskor
raunvísindadeildar til eins árs frá 1. janúar 2006.
Zophonías Oddur Jónsson. dósent í líffræði við líffræðiskor. var endurráðinn
dósent til eins árs frá 1. janúar 2006.
Kjartan G. Magnússon. prófessor í stærðfræði við stærðfræðiskor. lést þann 13.
janúar eftir erfið veikindi.
í doktorsnámi voru 57 (28 konur og 29 karlar) og 129 nemendur í meistaranámi
(74 konur og 55 karlar) við deildina haustið 2006. þar af 15 í umhverfis- og
auðlindafræðum.
Þverfaglegt nám til meistaraprófs í umhverfis- og auðlindafræðum á vegum sex
deilda var tekið upp á árinu. Raunvísindadeild er umsjónardeild námsins. Kennari
í umhverfis- og auðlindafræðum tók til starfa á árinu.
Fjármögnun framhaldsnámsins er nú komin á þann grundvöll að deildin hefur
tekjur af þreyttum einingum framhaldsnema. auk þess sem í deililíkani Háskól-
ans fyrir rannsóknafé er gert er ráð fyrir fastri fjárveitingu. kr. 500 þús.. til deildar
fyrir hvern brautskráðan meistara og kr. 1.500 þús. fyrir hvern brautskráðan
doktor sem stundað hefur nám við deildina (námsdoktor) en kr. 750 þús. fyrir
aðra doktora (varinn doktor) sem brautskrást frá deildinni. Vegna hlutfallslega
lækkandi rannsóknafjárveitinga til skólans hefur ekki verið hægt að fjármagna
deililíkan til rannsókna að fullu og skertust ofangreindar fjárhæðir um tæpan
fjórðung af þeim sökum. Vegna mikillar fjölgunar nemenda þarf að gera ráð fyrir
auknu húsnæði vegna vinnuaðstöðu nemenda. auk þess sem álag á tötvu- og
tækjakost eykst.
Fjórar doktorsvarnir fóru fram við deildina á árinu,-
Anna Sigríður Ólafsdóttir. matvæla- og næringarfræðingur. varði ritgerð sína,
..Diet and lifestyle of women of childbearing age. Impact of cod liver oil con-
sumption on maternal health. birth outcome and breast milk composition and
associations between diet. lifestyle and weight gain in pregnancy”. 24. febrúar.
Leiðbeinendur Önnu Sigríðar voru Inga Þórsdóttir prófessor og Laufey
Steingrímsdóttir. sviðsstjóri hjá Lýðheilsustöð. en með þeim í umsjónarnefnd var
Guðrún Skúladóttir, vísindamaður við Háskóla íslands. Andmælendur voru
Matthew Gillman. prófessorvið Harvard Medical School. Boston. USA, og Helle M.
Meltzer. prófessorvið norsku Lýðheilsustofnunina í Osló.
Carolina Pagli jarðeðlisfræðingur varði ritgerð sína, ..Crustal deformation
associated with volcano processes in Central lceland. 1992-2000. and glacio-
isostatic deformation around Vatnajökull, observed by space geodesy". 4. maí.
Leiðbeinandi Carolinu var Freysteinn Sigmundsson. vísindamaður við Raun-
vísindastofnun Háskólans - Jarðvísindastofnun. en með honum í doktorsnefnd
voru Þóra Árnadóttir, vísindamaður við Jarðvísindastofnun. og Páll Einarsson
prófessor. Andmælendur voru David Hill, vísindamaður við United States
Geological Survey í Kaliforníu, og Tim Wright frá jarðvísindadeild Oxford-háskóla.
Guðlaugur Jóhannesson stjarneðlisfræðingur varði ritgerð sína. „Numerical
Simulations of Gamma Ray Burst Afterglows: Energy Injections and Afterglow
Fitting”, 16. júní. Leiðbeinendur Guðlaugs voru Gunnlaugur Björnsson,
vísindamaður við Raunvísindastofnun Háskólans. og Einar Guðmundsson
prófessor en með þeim í doktorsnefnd var Lárus Thorlacius prófessor.
Andmælendur voru Ralph Wijers. prófessorfrá Amsterdam. og Jens Hjorth,
prófessor frá Kaupmannahöfn.
Helga Margrét Pálsdóttir matvælafræðingur varði ritgerð sína ..The novel group III
trypsin Y and its gene expression in Atlantic co (Gadus mohua)” 23. júní. Leið-
beinandi Helgu Margrétar var Ágústa Guðmundsdóttir prófessor en með henni í
doktorsnefnd voru Eiríkur Steingrímsson prófessor og Jón Bragi Bjarnason
prófessor. Andmælendur voru Nils-Peder Willassen. prófessorvið Háskólann í
Tromsö. Noregi, og Bjarni Ásgeirsson prófessor.
Forkröfur fyrir nám í raunvísindadeild er stúdentspróf. Ekki er gerð krafa um
stúdentspróf af bóknámsbraut en til viðbótar stúdentsprófi gerir raunvísindadeild
150