Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.02.1923, Side 14
60
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
kr. 7400 eða hærri fjárhæð, þá gerðu tekjur barnanna B.,
C. og D. ekki betur en jafna tapið. Það kemur ekki til
mála, að heimilisfaðirinn eigi að greiða skatt af tekjum
barna sinna, þegar svo stendur á. Ef tekjur hans eru fyr-
ir neðan núll, þá ganga tekjur barnanna upp í þær, með-
an til vinst og með þarf. En þá sleppa börnin líka við
tekjuskattinn. Samsvarandi gildir um eignarskattinn. Tekj-
ur og eign þessa heimilisfólks eru taldar sem lieild, sem
einn gjaldandi væri.
Einnig getur ríkissjóður tapað skatti barnanna vegna
þess, að ekkert verður af heimilisföður að liafa. Börnin
eru ekki á skattaskrá og ábyrgjast ekki einn eyri af
skattinum. Þau geta verið fullfær um að greiða sinn hluta,
en það skiftir engu, því að ekki er unt að ganga að
þeim fyrir það.
Samskatts-reglan í 2. mgr. 12. gr. tekur einungis til
ófjárráðra barna, sem eru „í foreldralnisumu. Þetta er
ekki skýrt nánar í lögunum eða reglugerðinni. Nokkur
tilvik eru hér vafalaus. Barn er eftir almennum skilningi
í foreldrahúsum, ef það hefir húsnæði og aðra aðhlynn-
ingu á heimili foreldra sinna og borgar ekkert fyrir. Og
það er jafnvíst, að það er elcki í foreldrahúsum, ef það
býr og hefir fæði annarstaðar á kostnað annara en for-
eldris síns. En svo eru ýms tilvik, sem tvisýn eru. Barn
getur haft t. d. fæði í foreldrahúsum, en búið annarstað-
ar. Þá er það ekki í foreldrahúsum. Þótt foreldrið greiddi
húsaleigu fyrir barnið, þá mundi það líklega ekki heldur
verða talið í foreldrahúsum. En ef barnið býr hjá foreldri
sínu — í íbúð þess, en geldur fyrir leigu, þá er iuiausnin
vandasamari, en þó virðist næst að telja barnið í foreldra-
húsum. Málsvenjan mun stefna í þá átt. Ákvæðið verður
því l'remur til að varna börnum að búa á heimilum for-
eldra sinna, og er að því leyti einnig óheppilegt.
Ástæðan til þess að samskattsregian í 2. mgr. 12. gr.
hefir verið sett, er sjálfsagt sú, að löggjafinn hefir hugsað
sér, að tekjur ófjárráðra barna í foreidrahúsum renni
venjulega í bú foreldris. Þetta getur átt sér stað, og þá er