Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.02.1923, Page 20
66
Tímarit lögfræðinga og hagi'ræðinga
Hér hefir verið gert ráð fyrir, að öllum þeim vörum,
sem valdar eru, sé gert jafnhátt undir höfði, en jafnvel
þótt þær allar séu algengar vörur, þá munar samt mis-
jafnlega mikið um þær í búskap manna og þar af leið-
andi eru verðbreytingar þeirra misjaínlega þýðingarmiklar.
Ráðið tii þess að bæta úr þessu er það að veita hverri
vöru mismunandi gildi eftir því, hve mikilsvarðandi hún
er t. d. með því að telja sumar vörurnar aðeins einu sinni,
en aðrar aftur tvisvar eða þrisvar o. s. frv. En vandinn
liggur einmitt í því að ákveða, hvaða gildi á að veita
hverri vöru, og það verður æfinlega töluvert álitamál,
hvernig úr því er leyst.
Það er talið svo, að verðvísitölur hafi fyrst verið not-
aðar af enskum manni nokkrum í riti, sem út var gefið
árið 1798, þar sem hann reiknar út breytingar verðlags-
ins á ýmsurn tímum frá 1050 til 1795 og bygði það á
verðlagi 15 vörutegunda, en árið 1550 tók hann sem grund-
vallarár og miðaði verðlagið á öðrum tímum við það. A
þessum tölum mun þó vera frennir lítið byggjandi. Hinar
fyrstu verðvísitölur, sem vert er um að tala, birtust árið
1859. Það var enskur talfræðingur, Newmark að nafni,
sem birti þær í Journal of tlie Royal Statistical Society.
Prá 1864 hefur svo þessum vísitölum verið lialdið áfram
mánaðarlega í enska blaðinu T h e E c o n o m i s t. Uppliaf-
lega var þar gengið út frá meðalverðinu á 22 helstu versl-
unarvörum á sex ára tímabilinu 1845—50. Þegar meðal-
verðið á hverri vöru er gert 100, þá verður aðalvísitalan
árin 1845—50 2200 og verðlagið á hverjum mánuði mið-
ast þar við. Þó eru einnig birtar vísitölur miðaðar við 100
með því að deila með 22. Með því að notkun varanna
getur breyst töluvert á hálfri öld, notkun sumra vara, sem
áður voru mikið notaðar, orðið lítil, en aftur á móti mik-
ið farið að nota aðrar vörur, er áður voru lítið notaðar
eða jafnvel þektust ekki, þá var vöruúrvalið, sem notað
var við útreikning vísitalnanna, endurskoðað árið 1911.
Var vörunum þá fjölgað upp í 44 og verðlagið miðað við
meðalverðið á árunum 1901—05, sem líka var svipað eins