Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.02.1923, Blaðsíða 33
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga 79
slíka skýrslusöfnun þess vcgna, heldur virðist mér einmitt
að við áframhaldandi skýrslusöfnun mætti bæta úr ýms-
um göllum skýrslnanna og gera þær smátt og smátt full-
komnari og áreiðanlegri, og án slíkra skýrslna í einhverri
mynd er ekki unt að vita neitt með vissu um hæð lnisa-
leigunnar alment. Þar sem skýrslur vantar beinlínis um
liúsaleiguna hefir orðið að fara aðra leið til þess að ákveða
liana. Undir venjulegum kringumstæðum má gera ráð fyr-
ir, að byggingarkostnaður húsa ráði mestu um hæð húsa-
leigunnar. Húsameistari ríkisins hefir látið mér í té sund-
urliðaða áætlun um byggingarkostnað steinsteypuhúss hér
í bæ af ákveðinni stærð og gerð (8,5X7,2 metrar, 1 hæð,
portbyggt, krossreist með geymslukjallara) á hverju ári
síðan i ófriðarbyrjun. Samkvæmt þessari áætlun heflr
byggingarkostnaðurinn verið:
Kr. Visitölur
1914 7288 100
1915 8227 113
191(1 12111 166
1917 16887 225
1918 22551 309
1919 24927 342
1920 36227 497
1921 28869 39(1
1922 24681 339
Það tjáir samt ekki að láta húsaleiguna fylgja alveg
hækkun byggingarkostnaðarins á undanförnum árum, því
að jafnvel þótt gera mætti ráð fyrir, að byggingarkostn-
aður nú væri kominn í samræmi við húsaleiguna yflrleitt,
sem þó er enganveginn víst, þá er það víst, að hann hef-
ir ekki verið í samræmi við hana undanfarið. Yfirleitt
heflr húsaleigan ekki hækkað eins mikið og byggingar-
kostnaðurinn. Veldur því meðal annars að húsaleigunefnd
heflr haldið aftur af henni, svo að hún hefir ekki hækkað
eins mikið og hún mundi annars hafa gert, en jafnvel
þótt svo hefði ekki verið gert mundi húsaleigan yfirleitt
í eldri húsum ekki hafa fylgst fyllilega með hækkun bygg-
ingarkostnaðarins, svo að hækkun hennar hefði að með-