Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.02.1923, Síða 52
98
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
ð 1 d r a, eða öfugt, r é 11 i n d u m f o r e 1 d r a og s k y 1 d-
u m b a r n s.
Áður en nánar verður farið út í að skýra þessi rétt-
indi og þessar skyldur, er nauðsyniegt að gera sér ljóst,
hver böm eru skilgetin að lögum. þau eru ekki allskost-
ar heppileg, orðin „skilgetin“ og ,,óskilgetin“, sem eingöngu
miða við getnaðinn, þ. e. hvort barnið er getið í hjóna-
bandi eða utan hjónabands. Eftir vorum lögum fyr og
síðar, hafá fleiri börn verið talin skilgetin en þau, sem
eru getin í hjónabandi. En heitin ,,skilgetin“ og „óskil-
getin“ eru orðin föst í málinu, og alstaðar notuð í lög-
um, og var þeim þess vegna haldið í nýjum lögum, nr.
57, frá 1921, sem ræða um þetta efni. Verður nánar vik-
ið að þeim lögum síðar.
Á lýðveldistímabilinu voru þau börn ein talin skil-
getin, sem voru getin eftir að hjón höfðu haldið brúð-
kaup. Var þar miðað við getnaðinn. J>á þektist heldur ekki
nein athöfn eða verknaður, sem gerði önnur börn skil-
getin, eða setti þau á bekk með þeim. þessa verður fyrst
vart eftir að kristni var lögtekin, og kirkjan fór að hafa
afskifti af borgaralegum málum.
það er ekki lengra síðan, en frá næstsíðustu áramót-
um, að vér urðum að búa við yfir 800 ára gömul lagafyr-
irmæli í þessu efni. En nú höfum vér fengið miklar og
góðar umbætar á þessu sviði, með lögum n r. 5 7, f r á
2 7. júní 1921, um afstöðu foreldra til skilgetinna
barna. Er þar safnað saman í heild þeim eldri ákvæð-
um, sem þóttu fullnægja nútímanum, og mörgum gagn-
legum nýmælum bætt inn í. Lögin eru samin eftir nýj-
ustu fyrirmyjid nágrannaþjóða vorra, og, eins og hin
sifjalögin frá 1921, eftir hæstaréttardómara Lárus H.
Bjarnason.
Áður en 1. nr. 57, 27. júní 1921 öðluðust gildi, sem var
1. janúar 1922, voru þau börn talin skilgetin að lögum:
1. sem voru g e t i n í hjónabandi, enda þótt þau væni
fædd utan hjónabands — fædd eftir að hjónabandinu
var slitið.