Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.02.1923, Side 63

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.02.1923, Side 63
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 109 beggja foreldra í sameiningu, ef þau eru sam- v i s t u m. Er þar með hinn aldni úrslitaréttur föðurins úr gildi numinn, eins og gert var á íslandi þegar með lögræðislögunum. Sé annað hjóna um stund útilokað frá að taka þátt í ákvörðunum um málefni barnsins, vegna sjúkdóms eða fjarveru, og ekki sé hægt án óþæginda að bíða með að taka ákvörðunina, getur hitt hjóna tekið hana eitt. — pó getur annað hjóna ekki tekið ákvörðun sem hefir þýðingarmiklar afleiðingar fyrir framtíð barns- ins, þegar svo stendur á, sem hér segir, nema ugglaust sé, að hagsmunir bamsins krefjist þess. — Geri annað hjóna sig sekt í verulegri misbrúkun fv. eða vanrækslu í að iramkvæma það, sé það drykkfelt eða lifi ósiðsömu lífi, má ákveða með yfirvaldsúrskurði, að fv. skuli eingöngu hverfa til ’nins foreldris. — Ef hjón hafa slitið samvistum, og sé þess beiðst, úrskurðar yfirvaldið, hvort þeirra skuli hafa fv. yfir börnunum, og á hvern hátt börnunum skuli skift milli foreldranna. — Séu hjónin sammála, ei’u óskir þeirra í þessu efni lagðar til grundvallar úrslitum úrskurðar- ins, nema þær verði álitnar að brjóta bág við hagsmuni bai’nanna. — Séu hjónin ósammála, ber að skifta bömun- um niður eftir þvi, sem sanngjarnt þykir, þegar sérstakt tillit er tekið til hagsmuna bai’nanna. Eigi annað hjóna aðallega sök á samvistaslitunum, og verði að álíta, að þau séu jafnhæf til að uppala börnin, stendur hitt hjósa nær til þess að fá í hendur fv. yfir böi’nunum. — I dönsku lögin hefir þó vei’ið bætt því ákvæði, að börn undir 2ja ára aldri verði aðeins undir alveg sérstökum kringum- stæðum tekin fi’á móðurinni. — Sé skilnaður hjóna gjörður með leyfisbréfi eða dómi, ber að taka fram í leyfisbréfinu eða dómnum, hvernig fax'i með fv. yfir bömunum, og skal þeim skift niður eft- ir fi’amanski’áðum reglum. D e y i annað foi'eldi’a, hverfur fv. óskift til hins eft- irlifandi. — Séu báðir foi’eldi’ar dauðir, fellur foi’eldra- valdið til lögi’áðamannsins.

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.