Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.02.1923, Qupperneq 66
112
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
ef hægt er, að tilkynna með hæfilegum fyrirvara, og gild-
ir um skaðabætur það, sem fyr segir.
Ólögráður maður hefir sjálfur umráð yfir s j á 1 f s-
a f 1 a f é, ef hann er fullra 15 ára gamall. Sama er að
seg'ja um mann, sem sviftur hefir verið lögræði. pessi
umráð ná einnig til arðs af sjálfsaflafénu og þess, sem
koma kann í stað þess.
Umráð þessi getur þó handhafi fv. svift barn yngra
en 18 ára, ef hann álítur, að hagsmunir þess krefjist
þess, með því að taka af því sjálfsaflaféð. Sama er að
segja um' lögráðamann ólögráðs, eldra en 18 ára, og lög-
ræðissvifts, en þá þarf að auki samþykki yfirfján’áðanda.
Reglur þessar taka einnig yfir gjafafé, sem afhent er
ólögráðum til persónulegra umráða.
Reki ólögráður maður a t v i n n u með samþykki lög-
ráðamanns síns, getur hann upp á eigin hönd gert þá
samninga, sem slíkur atvinnurekstur hefir í för með sér.
Afturköllun lögráðamanns á samþykki til atvinnureksturs
ólögi'áðs, hefir því aðeins verkun gagnvart þriðja manni,
að hann hafi vitað um afturköllunina eða átt að vita um
hana.
Nú hefir ólögráður maður gert samning við annan
mann, þess efnis, að hann brast heimild til að skuldbinda
sig, og hinn samningsaðili vissi ekki um ólögræðið, og
getur samningsaðili þá gengið frá samningnum, nema
hann sé áður staðfestur af lögráðamanninum, eða samn-
ingnum hafi verið fullnægt af hálfu hins ófjárráða.
Hafi samningsaðili vitað um ólögræðið, og hann ekki
haft ástæðu til að ætla, að hinn ólögráði hefði samþykki
lögráðamanns síns til að skuldbinda sig, getur hann ekki
gengið frá samningum fyr en.sá tími er liðinn, sem settur
var til að leita samþykkis lögráðamanns á samningsgerð-
inni, eða, hafi ákveðin tímalengd ekki verið tiltekin, þá
ekki fyr en sá tími er liðinn, sem sennilegt var að gengi
til þess. Ekki getur samningsaðili heldur gengið frá samn-
mgi um persónulegan starfa, á meðan hinn ófjárráði upp-
fyllir hann. — Tilkynningu um, að samningsaðili slíti