Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.02.1923, Side 67

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.02.1923, Side 67
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 113 samningi, vegna ólögræðis gagnaðila, getur hann beint hvort heldur hann vill að hinum ólögráða manni sjálfum eða lögráðamanni hans. Verði samningur ógildur vegna ólögræðis, ber báð- um samningsaðilum að skila aftur þvi, sem þeir hafa tek- ið á móti, eða, sé það ómögulegt, þá andvirði þess. Hinn ólögráði er þó því aðeins skyldur að greiða andvirðið, að svo miklu leyti, sem því hefir verið varið til hæfilegs upp- eldis handa honum, eða það hefir á annan hátt komið hon- um að notum. Hafi hinn ólögráði tælt hinn aðila til samningsgerð- arinnar með ósannri frásögn um heimild sína til að gjöra samninginn, er hægt, þegar sanngirni þykir mæla með því, að skylda hann til að bæta hinum samningsaðila það tjón, sem hann hefir beðið við samningsgerðina, án tillits til þess, hvort nokkur fullnæging samningsins hefir átt sér stað eða ekki. Hafi hinn ólögráði gert sig sekan í hegn- ingarverðu athæfi með samningsgjörðinni, koma almenn- ar skaðabótareglur til greina. — Eins og sést á þessu, er liert á skaðabótaábyrgð ólögráðs manns. Með því að leggja það alveg á vald dómstólanna, hvort skaðabætur skuli yfir höfuð greiða, og hversu háar þær skuli vera, verður þó ekki annað séð, eri reglur þessar séu til bóta. V. kapítuli um Réttindi og skyldur lögráðamanns eru sameiginlegar aðeins fyrir d. og sv. frv. — Aðalstarf lögráðamanns er stjórn á fjármunum hins ófjárráða, og að koma fram fyrir hans hönd við lögskifti á sviði fjárréttarins. Umráð yfir persónulegum málefn- um hins ólögi’áða falla því aðeins undir valdsvið lögráða mannsins, að svo sé sérstaklega ákveðið (hann sé einnig handhafi fv. eða lögræðissviftur sé einnig sviftur sjálf- ræði). Hafi lögráðamaður umráð yfir fjármunum hins ófjár- ráða, á hann að ávaxta þá á sem bestan og tryggastan hátt. Ábyrgð má ekki takast á hendur fyrir hönd hins ólögráða, né setja eignir hans að veði til tryggingar skuld- um þriðja manns. 8

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.