Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.02.1923, Side 74

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.02.1923, Side 74
120 Tímarit lögfræðinga og bagfræðinga. um efnisskrám. En samt sem áður, er ekki öðrum trúamli fyrir tilbúningi fullkominnar efnisskrár, en vel lærðum lagamanni, sem sér hvorttveggja í senn: skóginn og eikurnar. L. H. B. Harald Westergaard. Harald Westergaard prófessor í rikisvísindum (hagfræði og falfræði) við Kaupmannahafnarháskóla verður sjötugur 19. april 1923. Hann er langfrægasti talfræðingur Dana og mikils met- inn meðal talfræðinga um allan heim, enda eru ýms af ritum hans skrifuð á öðrum málum en dönsku. Nafnkendustu ritverk lians eru „Die Lehre von dcr Mortaiitát und Morhilitát." (2. útg. 1901), sem er höfuðrit í talfræðirannsóknum viðvíkjandi manndauða og sjúkdómum, og „Statistikens Teori“, sem kom út hæði á dönsku og þýsku 1890, en 2. útg. á dönsku 1915 miklu stærri og alveg samin að nýju. Bæði með þessum ritum og öðr- um hefir próf. Westergaard unnið talfræðinni mikið gagn. Hann fer bil beggja milli þeirra talfræðinga, sem vilja heimfæra talfræðina algerlega undir hina hærri stærðfræði, og hinna, sem þvkjast geta komist hjá að nota nokkra stærðfræði, nema hin- 8i' almennu fjórar höfuðgreinar reikningsins. En sjálfur er liann úlfarinn stærðfræðingur, enda tók hann meistarapróf i stærð- íræði áður en hann tók próf í hagfræði, og fer því fjarri, að hann forðist stærðfræðina, þar scm hann telur hana nauðsyn- iega, og er hann því af mörgum talinn til stærðfræðistefnunn- ar í talfræðinni. I talfræðinni liggur þungamiðja vísindastarfsemi hans, en hann hefir auk þess samið mörg rit um ýmsar greinar hagfræð- innar. í vísindastarfsemi sinni er hann einstaklega látlaus og frábitinn allri fordild, og kröfuharður um vísindalegar ályktan- ir. Hann kryfur málin til mergjar, en stiklar ekki á viðfangs- efnunum, og gætir þess ætíð, að hafa fastan grundvöli undir fótum og fara ekki lengra en sönnunargögnin leyfa.

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.