Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Side 8
6
b. Stærö. Um stærðina á Hornafjarðarfiskinum er það segja,
að í marz hefir veiðst sáralítið af stórum fiski. Nærri því helm-
ingur aflans var þá fiskur 70—80 cm. á lengd, en talsvert innan
um af smáfiski, 69 cm. og minni. Allur flskurinn, sem mældur var
í marz, var mældur upp úr salti, svo ekki var auðið að safna
kvörnum til aldursákvarðana. Líkur mæla með því, að megnið af
miðlungsfiskinum (70—80 cm.) hafi verið 8 vetra, árgangurinn frá
1924, sem vitað er að alist hefir upp við Austurland, og þarna
hefir hryngt í fyrsta skipti. Þegar næsta mæling vargerð, 27. apríl,
var stærðín allt önnur, því um þriðjungur af aflanum var þá stór-
fiskur (100 cm á lengd og meira), og á hinn bóginn var þá sára-
lítið af fiski undir 80 cm stærð. Þessi stærð helzt að miklu leyti
óbreytt, þegar næsta og síðasta mælingin var gerð, 2. maí. Árið
1931 var þetta með allt öðru móti (sbr. skýrslu Fiskifél. 1930—1931).
Framan af vertíðinni hafði Hornafjörður sérstakan stofn af stórum
fiski, sem hvergi veiddist annarstaðar á þeim tíma, og síðar hvarf
úr aflanum. 1932 hefir þess auðsjáanlega gætt, að nýr árangur (8
vetra fiskur), sem alist hafði upp við Austurland, var að komast í
gagnið, og nokkuð af honum hefir safnast á miðin til þess að
hrygna austast í hlýja sjónum. Seinna, þegar þessi fiskur er horfinn
úr sögunni, einhverra hluta vegna. kemur stóri fiskurinn fram á
sjónarsviðið, og heldur sér á miðum að því er séð verður, alla
vertíðina. (Sjá 1. yfirlit).
c. Hængar og hrygnur. Eins og að undanförnu, hef ég reynt
að gera mér nána grein fyrir fjöldahlutfallinu á milli hænga og
hrygna (svilfiska og hrognfiska), á ýmsum tímum og ýmsum stöð-
um, þvi þetta hlutfall er oft og tíðum all-breytilegt, einkum þar
sem fiskur er að hrygna. Eftir tveim síðustu Hornafjarðar-mælingunum
að dæma, var miklu meira um hrygnur þar í aflanum en í fyrra,
nefnilega rúmlega 80°/0 1932 á móti 59—75°/0 árið 1931. Til þess
að fjöldahlutafall þetta yrði rannsakað, var öllum mældum fiski,
sem kyn hafði verið ákvarðað á, skipt niður í fimm stærðarflokka,
og fjöldi hrygnanna í hverjum flokki reiknaður i hundruðustu hlut-
um af öllum fiski (bæði hængum og hrygnum) í flokkum. Eins og
sjá má af töflunni (4) var hlutfallslega mest af hrygnum i stóra
fiskinum, því varla gat heitið að sæist hængur í öllum þeim fiski,
sem var meira en 100 cm á lengd. Á hinn bóginn var fjórum
sinnum meira af hængum en hrygnum í minnstu flokkunum. Engin
fullnægjandi skýring er til á þessu fyrirbrigði, en um orsök þess
hef ég getið ýmsu til í síðustu skýrslu minni (bls. 5—6) og visa
þvi hér til hennar.