Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Side 21
19
í Ijós, að í Grindavíkuraflanum var hlutfallslega meira af stórum
fiski, minna af miðlungsfiski, og meira af smærri fiski. Fiskurinn í
Grindavik var með öðrum orðum miklu misjafnari en í Vestm.eyjum.
7. yfirlit. Þorskur, Grindavík í apríl 1932. Stærð.
Lengd cm 0/ / 0
100 + - 9.1
95—99 - 7.6
90—94 - 11.8
85-89 - 16.4
80—84 - 183
75-79 - 18.7
70-74 - 11.7
69 -f- - 6.4
Samtals 100
10
15
20°/o
c. Hængar og Hrygnur. í stórfiskinum var hrygnufjöldinn
nokkru meiri en hængafjöldinn (71.5°/0), en hlutfallslega mest var
um hrygnur í stærðarflokknum 90—99 cm (90°/0). í smærri fisk-
inum var minna um hrygnur, nefnilega: 65.5°/0, í 80—89 cm-flokkn-
um, 46°/0 í 70—80 cm-flokknum og 43°/0 i fiski, sem var smærri en
70 cm. Meðalhrygnufjöldinn var 60°/0,
d. Aldur. Um aldurssamsetningu aflans er það að segja, að
þrír árgangar voru nokkurveginn jafnsterkir, nefnilega árgangurinn
frá 1924, 1925 og 1926. Einkum var það fróðlegt, að meira bar
þar á 8 vetra fiski (árg. 1924) en víðast annarsstaðar.
2*