Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Page 28
26
að hámörkin eyddust og dreifðust nokkuð á leiðinni frá Vest-
mannaeyjamiðum til Keflavíkurmiða. Þriðja og síðasta Vestmanna-
eyjahámarkið, komst aldrei til Keflavikur meðan á vertíðinni stóð.
Tafla 16. Aflamagn i Vestmannaeyjum og Keflavik, miðað
við fjölda fiska á 1000 öngla að meðaltali, 1932.
Tími Keflavik lóð Vestm.eyjar lóð
Febrúar 2. 157
— 3. 213 354
Mars 1. 305 294
2. 327 262
3. 229 282
April 1. 185 242
2. 159 142
3. 210 113
Maí 1. 233 125
— 2. 170 167
233 213
5. Reykjavik.
a. Gögn. í Reykjavík voru mældir 748 fiskar, 4. febrúar, en
auk þess var mælt, kynjað og kvarnað eitt hundrað í viðbót, svo
samtals var mælt 848. Nokkuð af þessum fiski var veitt frá Sand-
gerði í Miðnessjó, en nokkuð frá Akranesi, óvíst hvar.
b. Stærð. Akranessfiskurinn var yfirleitt mjög smár, því rúm-
lega þrír fjórðu hlutar hans voru minna en 70 cm að lengd. Fisk-
urinn úr Miðnessjónum var mun s'ærri, þótt einnig væri lítið í
honum af stórum fiski, en talsvert af smáum.
c. Aldur. í Akranessaflanum var langmest af ungum fiski, bar
þar mest á tveimur árgöngum, 1927 og 1928 (4 og 5 vetra), þeir
gerðu þrjá fjórðu hluta alls aflans. Nokkuð var einnig um 3 vetra
fisk, og dálítið af fiski á aldrinum frá 6—9 vetra. Á hinn bóginn
var ekkert af 3 vetra fiski í aflanum úr Miðnessjó, en talsvert bar