Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Side 30
28
6. Bolungavík.
(Haraldur Eggertsson annaðist mælingar).
a. Gögnin. Mældir voru 3114 þorskar. Af þeim voru 1025
einungis mældir, 1824 mældir og kynjaðir, og kvarnir voru teknar
úr 465 samtals. Sá er nú gallinu á gjöf Njarðar, að gögnin, sem
safnað hefir verið í Bolungavik, eru ekki vel sambærilag við mæl-
ingar á öðrum stöðum á landinu. Frá Siglufirði. Norðfirði og Vest-
mannaeyjum er fiskur sóttur út á opið haf, en bátarnir frá Bol-
ungavík sækja oft og einatt út í »Djúpið«, en jafnaðarlega ekki
langt til hafs. Stóru bátamir frá ísafirði ganga reyndar til hafs, en
erfitt er að nota þá til þess að safna gögnum, bæði vegna þess,
að þeir flytja ekki aflann nýjan í land, heldur salta um borð, og
svo sækja þeir svo langt, t. d. suður í Kolluál og Jökuldjúp, en
þaðan næ ég gögnum með öðrum skipum.
Tafla 17. Þorskur. Bolungavik 1932.
Yfirlit yfir gögnin.
Tími Kvarnað Kynjað Mælt Samt.
19. febrúar 165 400 500 1065
15. marz 150 500 400 1050
22. apríl 150 224 374
2. maí 500 125 625
Samt. 465 1624 1025 3114
b. Stærðin. Fiskur, sem var 90 cm á lengd eða lengri, hlýddi
allur nokkurn veginn sama lögmálinu. Lítið var af honum í febrúar,
en annars talsvert, og mest í marz. Af 85—89 cm löngum fiski
var nokkurn vegin jafn mikið allan tímann, og mun hafa talizt til
að 10. hver fiskur væri af þeirri stærð. Af fiski, sem var 70—84
cm á lengd var mest í febrúar, fór svo minnkandi í marz, en óx
nokkuð aftur í apríl. Af smáfiskinum var ákaflega misjafnt. Fór
tala hans smá-vaxandi frá 8.8% af öllum afla í febrúar upp í
25.2°/0 í byrjaðan maí (sjá 11. yfirlit).