Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Page 35
33
7. Siglufjörður.
(Jón Jóhannesson annaðist söfnun).
a. Gögn. Á Siglufirði tókst því miður ekki að safna eins
miklum gögnum til þorskrannsókna og 1931. Samtals var mælt
3286 af þorski, og þar af ákvarðað kyn á 2391 fiski, en kvarnir
teknar úr 895 fiskum, og kyn ákvarðað á þeim. Fyrstu þrjár
kvarnaprufurnar voru nokkuð stórar, en því miður varð ekki safnað
gögnum til rannnsókna á þvi, hvað hrygningu liði.
Tafla 21. Þorskur. Siglufjörður, 1932. Yfirlit yfir gögnin.
Timi Kvarnað Kynjað Saintals
26.—18. febr. 200 566 766
18.—20. marz 300 580 880
26.—28. apríl 198 509 707
23. maí 99 399 498
2. okt. 98 337 435
Samtals 895 2391 3286
b. Stærð. Eins og 13. yfirlitið ber með sér, var allan tímann
lítið af fiski stærri en 95 cm, eða í tveimur stærstu stærðarflokk-
unum. 8—10°/0 af fiskinum var 90—94 cm, nema í marz, þá var
nokkuð meira um fisk af þessari stærð. í næsta flokki þar
fyrir neðan (85—89 cm) var nokkuð jafnmikið í fyrstu þremur
mælingunum (ca. 22—23°/„) en minkaði svo skyndilega í maí niður
4 13.8°/0 og helzt þannig úr því. 80—84 cm fiski fjölgaði í þremur
fyrstu mæiingunum úr 20.1 °/0 upp í 36.4°/0, en fækkaði svo aftur
°g varð fæstur í október (13.5%). Af 75—79 cm fiskinum virtist
nlltaf nokkurnveginn jafn-mikió (15—2O°/0), en um 70—74 cm
fiskinn var mest í mai. Mestum sveiflum var minnsti flokkurinn
háður (69 cm -j- fiskurinn). í febrúar nam fiskurinn af þessari
stærð tæpum tíunda hluta aflans, en minkaði í marz niður í 3.3°/0.
Ur því færðist hann aftur í aukana, og gerði i október meira en
fjórðung aflans.
3