Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Síða 37
35
c. Hængar og hrygnur. Allan tímann var talsvert meira um
hrygnur en hænga. Altaf var mest af hrygnum í stærsta fiskinum
(nema í febr.) en minst í þeim smæzta, þar voru hængarnir vana-
lega í meiri hluta (sjá töflu 22). Mest var um hrygnur í april (64%)
en minst í október (54°/0).
Tafla 22. Þorskur. Siglufjörður 1932.
Hrygnufjöldinn (í % af öllum fiski).
Stærð cm 25.-27. febr. 18.-21.marz 26.-28. apr. 23. mai 10. okt.
100+ 73.0 72.0 93.0 100.0 79.0
90—99 80.5 70.5 75.0 84.0 590
80—89 59.0 60.5 68.0 69.0 54.0
70—79 49.5 52.0 55.5 52.0 50.0
69-f- 31.0 35.5 43.0 49.0 52.0
Meðaltal. 57.0 60.5 64.0 62.0 54.0
d. Aldur. Þvi miður verður ekki yfirliti yfir aldurinn á Siglu-
fjarðarfiskinum komið fyrir á einni blaðsíðu, og verðum við því að
láta okkur nægja að sýna árangurinn með töflu. í febrúar og marz
var 9 vetra fiskur yfirgnæfandi (54.5 og 41.1%), en auk hans var
einnig mikið af 8 og 10 vetra fiski en sáralítið af yngri og eldri
árgöngum., enda þótt nokkuð bæri einnig á 7 vetra fiski í marz.
I april hafði 9 vetra fiskinum hnignað allmikið, en 8 og 10 vetra
fiskurinn höfðu færst mjög í aukana, þannig að báðir voru komnir
jafnfætis 9 vetra fiskinum, og 10 vetra fiskurinn þó heldur betur.
1 maí hallaði ennþá meira á 9 vetra fiskinn, hann var þá kominn
niður í 14.1 °/0 af öllum afla, 10 vetra fiskinum hafði einnig hrörnað,
en sá 8 vetra gamli hafði ná hámarki (38.4°/0). Dálítið bar þá
einnig á 7 vetra fiski. í október, þegar síðasta mælingin var gerð,
hafði 8 vetra fiskinum stórfækkað, 9 vetra fiskurinn staðið í stað,
en 10 vetra fiskurinn náð hámarki (34.8°/0). Stöðugt var lítið af
gömlum fiski (eldri en 10 vetra), en á hinn bóginn bar mikið á
fimm vetra fiski, auk þess að 6 og 7 vetra fiskur gerði einnig
nokkuð vart við sig.
3*