Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Page 40
38
hluti af öllum aflanum var smærri fiskur en 80 cm. í april var
þessu alveg snúið við, þá var mest um minnsta fiskinn, en minnst
um þann stærsta. í mai nam stærsti fiskurinn meira en þriðjungi
aflans, en þá bar aftur miklu minna á smærri fiskinum. í júní og
júli var fiskur mjög misjafn að stærð, en fór mjög smækkandi eftir
því, sem á leið. í ágúst og september var orðið lítið um stóra
fiskinn en þeim mun meira af þeim smærri, og stöðugt fór fiskur
smækkandi, þannig að meira og meira bættist í minnstu stærðar-
flokkana í hlutfalli við hina. í október var stöðugt fátt um stóra
fiskinn, en þá var meira en fjórðungur af öllum afla kominn í
minnsta stærðarflokkinn (27.4°/0, sjá 27. töflu).
Tafla 27. Þorskur. Norðfjörður 1932. Stærðin.
Lengd cm 22. marz 19 apr. 11. mai 7. júní 7. júlí 10. ág. 8. sept. 7. okt.
100+ 28.6 7.0 35.3 17.6 5.6 2.9 1.8 4.6
95—99 20.3 5.2 20.9 12.5 8.1 5.4 5.8 7.1
90—94 18.2 10.5 17.8 11.1 12.3 6.7 7.6 10.3
85—89 13.0 14.9 10.4 10.7 16.7 6.9 8.8 11.6
80-84 10.2 165 5.9 16.6 15,1 12.9 15.3 12.4
75—79 5.0 15.1 3.3 15.0 12.2 22.9 17.1 15.0
70—74 2.3 10.1 1.3 8.8 11.5 21.7 18.3 11.6
69-^ 2.4 20.7 5.1 7.7 18.5 20.6 25.3 27.4
Samtals: 100.0 100.0 100.0 100.0 100.0 100.0 100.0 100.0
c. Hængar og hrygnur. Frá því í marz og fram i júlí var
mun fleira um hrygnur en hænga, en úr því nokkuð jafnt af hvoru
tveggju. Flest var um hrygnur í maí, nam þá fjöldi þeirra 75°/ð af
öllum afla. Yfirleitt var mest af hrygnum í stærsta fiskinum, en
minst í þeim smæzta, eins og víðast hvar annars staðar (sjá
28. töflu).
Tafla 28. Þorskur. Norðfjörður 1932.
Hrygnufjöldi (í °/0 af öllum fiski).
Lengd 22. marz 19. apríl 11. maí 7. júní 7. júlí 10. ág. 8. sept. 7. okt.
100+ 70 5 82.0 88.0 54.0 70.0 110.0 100.0 71.0
90—99 72.5 78.0 69.5 61.5 60.5 67.0 50.0 58.0
80—89 60.2 64.0 67.0 52.0 56.0 53.0 52.0 52.0
70—79 50.0 54.0 64.0 51.0 49.5 40.0 45.0 46 0
69-f- 50.0 55.0 63.0 61.0 42.5 53.0 55.5 55.0
Meðaltal 68.0 65.4 76.0 54.5 55.0 48.5 50.0 52.5
J