Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Síða 41
39
d. Aldur. Eins og við var að búast eftir stærðinni, var mikið
af fiskinum, sem veiddist fyrri hluta arsins, all-gamall. Yfirleitt er
mjög erfitt að ákvarða aldur á fiski, sem er orðinn 10—15 vetra
eða eldri, og því hef ég haft þá reglu, að slá öllum gamla fiskin-
um saman í eitt (fiski, sem er eldri en 15 vetra). Af mjög gömlum
þorski (16 vetr. -j-) veiddist óvenjulega mikið í marz (7.3°/0) en
þó einkum í maí (10.5°/0), því yfirleitt munu árangarnir eyddir og
horfnir úr sögunni, þegar þeir eru orðnir svo gamlir. Á 15 vetra
fiski bar einnig talsvert í marz og maí, enda hefur sá árgangur
(1917) víst verið mjög góður fram undir 1928 eða lengur. Af hinum
aðal-árganginum (1919), sem nú er orðinn 13 vetra, og er smám
saman að hverfa, bar mikið í marz, maí og júni, en gætti annars
alloft nokkuð. Aðal-árgangurinn var annars 10 vetra fiskur, af hon-
um veiddist mjög mikið fram í júní-lok (27.7—41°/0). í ágúst og
september bar minna á honum, en í október náði hann sér aftur
á strik. Af 9 vetra fiski, sem svo drjúgur hafði reynst víða annars
staðar, var nokkuð í marz og apríl, en úr því fækkaði honum mjög,
og var lítið um hann úr því, það, sem eftir var veiðitímans, nema
helzt í október. Öðru máli var að gegna með 8 vetra fiskinn. Af
'honum veiddist lítið í marz og mai, en talsvert í apríl, og eftir að
kom fram í júní, var hann annar aðal-árgangurinn í aflanum, og
suma mánuðina lang-sterkastur allra árganga. Af yngri fiski veiddist
«innig talsvert. T. d. bar mikið á 7 vetra fiski í október, 6 vetra
fiski í september og 5 vetra fiski í apríl. (sbr. 29. töflu).
Tafla 29. Þorskur. Norðfjörður 1932. Aldur.
Árg. Aldur vetra 22. marz 19. april 11. maí 7. júní 7. júli 10. ág. 8. sept. 7. okt.
1916-r- 164- 7.3 1.8 10.5 4.0 ..... 2.0 1.0 1.0
1917 15 12.0 8.5 4.9 1.0
1918 14 1.3 4.5
1919 13 13.3 2.8 25.0 12.9 5.0 2.0 1.0 1.0
1920 12 4.0 1.8 3.5 4.0 3.0 1.0 3.0
1921 11 2.7 0.9 2.0 , 2.0 2.0 3.0
1922 10 38.0 34.8 40.0 27.7 41.0 16.8 17.0 28.3
1923 9 14.0 10.1 2.5 6.9 6.0 5.0 3.0 9.1
1924 8 5.4 19.3 1.0 31.7 28.0 54.4 48.0 31.3
1925 7 2.0 8.3 1.0 4.9 5.0 7.9 9.0 14.1
1926 6 2.8 1.0 2.0 9.9 16.0 6.1
1927 5 10.1 1.0 2.0 5.0 1.0 2.0 5.1
1928 4 7.3 1.0
1929 3 0.5
Samtals: 100.0 100.0 | 100.0 | 100.0 100.0 100.0 100.0 100.0