Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Qupperneq 44
42
Tafla 33. Þorskur veiddur á Skallagrími og Þór í
marz—maí 1932. Stærð.
Lengd Vestm. x) Selvogsb. Suðurkant. Jökuldjúp ísafj.djúp Hornbanki Húnafl.áll
100+ 2.0 0.5 5.4 5.8 2.7 0.2 1.4
95—99 6.9 2.6 8.4 10.4 2.7 0.8 2.8
90—94 6.9 6.4 16.2 15.2 5.1 0.8 5.4
85-89 17.3 15.6 27.5 18.8 12.6 3.1 6.5
80—84 22.8 24.8 16.4 15.0 14.5 5.9 12.8
75—79 22.4 24.7 17.2 14.0 17.2 10.2 19.5
70—74 13.0 15.7 6.0 10.2 12.2 14.7 22.8
69-f- 8.7 9.7 2.9 10.6 33.0 64.3 28.8
Samt. 100.0 100.0 100.0 100.0 100.0 100.0 100.0
c. Aldur. Eins og við var að búast, þegar litið var á stærð-
ina, skipti mjög í tvo horn um aldurinn á togarafiskinum, eftir því
hvar var við landið. Við Vestmannaeyjar, á Suðurköntum og í
Jökuldjúpinu voru þrir árgangar algerlega yfirgnæfandi, nefnilega
8, 9 og 10 vetra fiskur. Við vestmannaeyjar var mest af 9 vetra
fiskinum þá kom 10 vetra þorskurinn, sem gekk næst að magni,
en 8 vetra þorskurinn var sá þriðji i röðinni. í Faxaflóa bar lang-
mest á 10 vetra fiski, hvor hinna árganganna var varla hálfdrætt-
ingur á við hann. Það sama var að segja um Jökuldjúpið, einnig
þar var mest af 10 vetra fiski, þarnæst kom 8 vetra fiskurinn,
og þá sá 9 vetra gamli. Á Hólnum við ísafjarðardjúp voru þessir
sömu 3 árgangar yfirgnæfandi, en ekki eins sterkir og verið hafði
fyrir sunnan. Við hlið þeirra skaut fjórði árgangurinn upp höfðinu,
en á honum hafði fyr borið þar vestra, það var árgangurinn frá
1927 (5 vetra fiskur). Á hornbanka var fiskurinn yfirleitt mjög
ungur, einungis 7°/0 af aflanum var eldra en 8 vetra. Einna mest
bar á 8 vetra fiski, þá á 5 vetra, en auk þess var mikið af 6-7
vetra þorski. Einungis 5°/0 af aflanum var yngra en 5 vetra. í
Húnaflóaál var einnig mest af 8 vetra fiski, hann nam um þriðjung
alls aflans. Auk hans virtist einnig nokkuð af 9 og 10 vetra fiski,
• en af ungfiski bar mikið á 4 og 5 vetra gömlum fiski.
‘) Nokkuð veitt í Eyjafjallasjó (undan Steinafjalli).
2) Nokkuð veitt við Vestmannaeyjar.
J