Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Síða 48

Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Síða 48
46 hann í fyrsta skipti, og var þá gjörsamlega yfirgnæfandi hér um bil alstaðar við landið. Síðan hefur hans gætt mikið, og líklegt má telja að fiskimenn eigi eftir að njóta hans að minnsta kosti í 2—3 ár ennþá, ekki sízt við Austurland, og sem netafisks á vertíðinnk Árgangurinn 1923 kom öllum á óvart, enda telja sumir fiskifræðingar að ekki sé jafn mikið um hann hér, og ég vil gera úr. Ókunnugt er alt um það, hvar þessi árgangur hefur lifað »æskuárin«, lítið bar víðast hvar á honum þangað til 1931, þegar hann hryngdi í fyrsta skipti. 1923 hefur hans gætt mikið, eins og það, sem að framan er ritað, ber með sér, og vonandi fáum við að njóta hans í nokkur ár ennþá. Um árganginn frá 1924 vitum við, að hann hef- ur alist upp við Austurland, og því er hann nokkuð smár eftir aldri. Einnig hefur hans gætt mikið í aflanum, en heldur minna en vænta mátti í hlýja sjónum. Mun það stafa af því, að hann var tæplega orðinn kynþroska 8 vetra gamall (1932), að eins nokkur hluti hans hefur hryngt í fyrsta skipti. Auk þessara þriggja, miklu árganga, sem hafa skapað uppgrip afla viðs vegar við land, hefur einnig borið nokkuð á 13 og 15 vetra fiski, (árg. 1917 og 1919), einkum í kalda sjónum. Það er engu líkara en kaldi sjórinn sé einskonar elliheimili fyrir þorsk- stofninn okkar. í hlýja sjónum kemur hann í heiminn, þar stendur vaggan. í fjörðunum við strendur landsins og hafi því, sem að þeim liggur, er uppeldisstofnunin. Eftir að þorskurinn er fullþroska,. hrygnir hann, langmest í hlýja sjónum, en leytar sér svo ætis á. hinni miklu þjóðbraut Golfstraumsins, sem stjórnar leið hans héðað af miðunum fyrir sunnan lanóið vestur og norður fyrir land. Göng- urnar halda áfram suður með austurströndinni, og mikið af fiskin- um mun fara hringinn í kring um land, enda þótt mikið verði, sjálfsagt eftir á djúpmiðum við ýmsa landshluta, og haldi sér þar* þangað til eðlishvötin kallar saman undir merki hrygningarinnar. Að sjálfsögðu getur nokkuð af fiski farið öfuga leið, austur og norður fyrir, héðan frá suðurströndinni. Úr fylkingum þeim, sem halda leið sinni gegnum kaldasta svæði sjávarins hér við land, við Austurlandið, verður gamli fiskurinn mikils til eftir, þegar allur þorr- inn heldur áfram í hlýja sjóinn til þess að hrygna, og þannig verð- ur kaldi sjórinn við Austurland að elliheimili. Ástæðan til þess, að nokkuð af gamla fiskinum síast þannig úr, er annaðhvort það, að hann krefst ekki jafnmiklls hita til hrygningar, eða að hann hrygnir alls ekki, svo neinu nemi. Eins og nú standa sakir, er ekki útlit fyrir fiskiþurrð hér við land, til þess eru of margir og voldugir árgangar í aflanum, enda þótt sumir þeirra megi nú heita hnignir á efra aldur. Hvað við J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ársrit Fiskifélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Fiskifélags Íslands
https://timarit.is/publication/590

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.