Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Page 50

Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Page 50
48 hr. Trausti Jónsson, og viðaði hann að mér eftir að ég var farinn, og sendi hingað suður jafnóðum. a. Keflavik. Síldveiðin í Keflavík byrjaði um mánaðarmótin apríl—maí, og var stunduð af ca. 7 bátum fram í júní. Veitt var í lagnet með möskvastærðinni l‘/8 og l’/i2 tm. í maí-mánuði veiddust um 250 tn., en mest veiddist um 50 tn. á dag. Dagana 30—31. maí, þegar ég var í Keflavík, veiddust aðeins ca. 5 tn. hvorn dag- inn. Rannsakaði ég nokkuð af síld, sem veiddist 31. maí, en auk þess nokkuð, sem legið hafði í is, og veiðst hafði 22. maí. Af síld- inni, sem veiddist 22. maí, var rannsakaður aldur á tæpum 100 stk., með þessari útkomu: Tafla 38. Sild. Keflavík, 22. maí 1932. Lagnet. Aldur og stærð. Aldur; 5 vetra, 6 vetra, 7 vetra, 8 vetra, 9 vetra, 10 vetra samtals Árgangur: 1927 1926 1925 1924 1923 1922 Fjöldi: 24 40 17 12 2 1 96 Fjöldi %: 25.0 41.7 17.7 12.5 2.1 1.0 100.0 Lengd cm: 31.38 32.96 34.53 34.17 36.00 35.00 Eins og sjá má af þessu yfirliti, hefur mest borið á 5 og 6 vetra gamalli sild, en þó verið nokkuð um 7—8 v. síld. Að vísu má ekki gleyma því, að netin velja úr síldinni þá stærð, og þá einnig þá aldursflokka, sem bezt ánetjast, en þess vegna er erfitt að fá rétta mynd af aldursamsetningunni eins og hún er í sjálfum stofninum í sjónum. Af síld þeirri, sem veiddist 31. maí, voru mæld tæp 400, út- íkoman varð þessi: Lengd: Fjöldi: o/o 35—36 cm: 32 8.1 33—34 cm: 111 28.1 31—32 cm : 169 42.9 29—30 cm: 74 18.7 27—28 cm: 9 2.2 Samtals: 395 100.0 Af þessari síld var rannsakaður aldur á 113. Dálítið bar þá á 5 vetra síld (2.6%) en langmest var af 5—7 vetra síld (36.3%, 31.0% og 21.2%). Auk þess bar dálítið á 8 og 10 vetra síld (8.0n/o og 0.9%). J

x

Ársrit Fiskifélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Fiskifélags Íslands
https://timarit.is/publication/590

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.