Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Síða 66
64
■ á þennan hátt sýnt, hvar mest er um átu, og þvi helzt von síldar,
hafa sjómennirnir uppgötvað síldina fyrir Iöngu, og því verður að
grípa til annarra bragða, ef segja skal fyrir um afla. í raun og veru
eru það sjómennirnir sjálfir, sem segja til um það, hvar mest sé
■ áta, með því að veiða síldina, og láta hana af hendi til rannsókna.
Við verðum því að þreifa lengra aftur í orsakakeðjuna, og reyna
að komast fyrir um, hvað það er, sem ræður dreifingu átunnar.
Átan er, eins og allt sviflífið í sjónum, háð heilum flokki
■mismunandi skilyrða, en eitt af þeim skilyrðum, sem bezt verður
-að vera fullnægt, er ugglaust hitinn. Með víðtækum hitamælingum,
hef ég reynt að gera mér ljóst, hvaða hitastig væri hentast rauð-
• átunni, sem mest veltur á, tafla sú, sem hér fer á eftir, er yfirlit
yfir hitann eins og hann var við Norðurland sumarið 1932. Allar
tölurnar tákna yfirborðshita, og eru meðaltöl af mörgum mæling-
um. Lítum við nú á yfirlitið um átumagn, á bls. 58, sjáum við,
eins og fyr hefur verið tilgreint, að síðast í júlí hefur verið mest
um átu í Eyjafirði. Berum við þetta saman við töfluna um sjávar-
hita, kemur það i Ijós, að yfirborðshiti var þarna um þetta leyti
8.2 stig. Fyrst í ágúst var áta einna mest á Grímseyjarsundi, og
einnig þar var yfirborðshitinn 8.2 stig. Um miðjan ágúst kom nýtt
átuhámark að vestan inn á Húnaflóa, en hitarannsóknir sýna, að
þar hefur hitinn þá verið 8.2 stig. Þarna hefur þá sú regla gilt í
'heilan mánuð (20. júlí—20. ágúst), að alstaðar, þar sem mest var
■um átu, var hitinn nokkurnveginn sá sami, 8.2 stig. Seinna fer að
koma los á þetta, eins og séð verður, sé taflan og yfirlitið borið
saman, en átumagnið verður um leið miklu misjafnara, og hámörkin
loða skemur á hverjum stað.
Tafla 51. Sjávarhiti við Norðurland (° C) 1932.
Tími Húnafl. Skagafj. Haganv Eyjafj. Gr.sund Skjálf. Þistilfl. Meðalt.
Júlí 2. 6.6 7.7 8.3 6.5 6.0 7.0
— 3. 7.7 7.8 8.1 8.2 6.5 6.1 7.4
Ágúst 1. 7.6 8.4 7.9 8.3 8.2 7.7 6.7 7.8
— 2. 8.2 8.8 8.7 8.5 8.6 8’4 8.1 8.5
— 3. 7.7 83 8.6 8.6 8.5 8.3 6.0 8.0
Sept. 1. 7.2 7.8 7.2 7.4 7.0 7.3
— 2. 8.0 7.2 6.9 7.6 7.5 7.5
Meðalt. 7.6 8.0 8.2 80 7.7 7.3 6.9 7.6
Þessar samanburðar-rannsóknir eru alveg í byrjun, og má því
ekki taka mikið mark á þeim þegar í stað, en þær lofa góðu. Þeim
imun verða haldið áfram á næstu árum, og alit kapp lagt á það,