Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Page 68

Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Page 68
66 var mikið í öllum stærðarflokkum frá 75—100 cm, en af netafisk- inum var langmest 90—100 cm. Tafla 52. Þorskur, veiddur í Vestm.eyjum 2.—3. maí, 1932^ Samanburður á neti og lóð. Cm. Lóð Net Lóð a Net b X=b:a-100 100 :X 115—119 4 4 33 14 42.5 2.35 9 110—114 7 8 58 28 48.3 2.07 17 105—109 12 29 100 100 100.0 1.00 29 100—104 40 90 333 310 93.0 1.07 96 95-99 66 136 550 469 85.2 1.17 159 90—94 91 115 760 397 52.3 1.91 220' 85-89 67 64 560 221 39.5 2.53 162 80—84 87 40 725 138 19.0 5.27 211 75—79 67 8 560 28 5.0 20.00 160' 70—74 33 4 275 14 5.1 19.60 78 65—69 18 2 150 7 4.7 21.30 43 60-64 5 42 0.0 59-4- 3 25 0.0 Samt. 500 500 4171 1726 1184 Fyrst er nú að ákvarða, hve stóran fisk netin velja, og hve margir fiskar af hundraði af ýmisri stærð smjúga netin. Til þess að komast til botns í þessu, verðum við að gera ráð fyrir tvennu: í fyrsta Iagi mun það láta nærri sanni, að lóðin velji ekki mikió fisk eftir stærð, og ætti þá afli sá, sem fæst á lóðina, að gefa. nokkurn veginn rétta hugmynd um stærð fisksins í sjónum. í öðru lagi má gera ráð fyrir, að fiskur af einhverri ákveðinni stærð,. ánetjist allur í netin, af smærri fiski smýgur nokkuð, og því meira,. sem fiskurinn er smærri, fiskur sem er stærri, ánetjast síður, og því síður, sem hann er stærrí. Um þann stærðarflokk, sem netirt taka allan, vitum við, að af honum hlýtur að vera mest í neta- aflanum, borið saman við samsvarandi flokk í lóða-allanum. Við- athugum því í hvaða flokki netafisksins er mest, í samanburði við samsvarandi flokk lóðafisksins, og komumst að þeirri niðurstöðu,. að svo er um stærðarflokkinn 105—109 cm, því af fiski af þessari stærð hafa veiðst 29 i net, en aðeins 12 á lóð, svo að þessi flokks- tala netanna verður rúml. 2.4 sinnum hærri en samsv. flokkstala lóðarinnar, og um leið hærri en nokkur önnur flokkstala netanna,. saman borið við samsv. flokkstölu lóðarinnar. Af þessu drögum við þá ályktun, að netin taka allan fisk af stærðinni 105—109 cm, og táknum töluna 12 og 29 með 100 í dálkunum lóð a og net b.

x

Ársrit Fiskifélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Fiskifélags Íslands
https://timarit.is/publication/590

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.