Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 43
39
3. gr.
Eigi má jörð selja, sem ætluð er til embættisseturs,
eða fyrir almenna skóla eða sjúkrahæli, eða til annara
almennra nota.
4. gr.
Nú er opiuber jarðeign seld, og skal þá undanskilja
náma, sem vera kunna í jörðu, eða siðar finnast, svo og
rétt til að nota þá.
5. gr.
Eigi má opinbera jarðeign selja öðrum en sýslu-
félagi jörð innan sýslu, eða sveitarfólagi jörð innan
sveitar, eða ábúanda ábýlisjörð.
6. gr.
Eigi má itak selja öðrum en þeim, er land á undir,
eða sveitarfélagi þar sem ítakið liggur.
Eigi má kvöð seija öðrum en þeim, er kvöðin hvílir á.
7. gr.
Nú er fyrir á opinberri jarðeign, eða sýslunefnd
telur miklar líkur til þess, að upp komi þar innan skamms
kauptún, þorp eða verksmiðju-iðnaður, eða sýslunefnd
hyggur jörðina sérstaklega hæfa til sundurskiftingar á
milli margra grasbýla, og má þá einungis selja hlutað-
eigandi sýslufélagi slíka jörð, og, að því frá gengnu, hlut-
aðeigandi sveitarfólagi.
8. gr.
Á öðrum opinberum eignum, en þeim, er 7. gr.
ræðir um, hefir ábúandi forkaupsrétt, nema sveitarfélag
kaupi jörðina og taki til almennra nota. Nú afsalar
ábúandi sór forkaupsrétti, og öðlast þá hlutaðeigandi sveit-
arfélag kaupréttinn.
9. gr.
Nú er fleirbýli á opinberri jarðeign, og nær kaup-
róttur ábúanda einungis til þess, er hann býr á. En
afsalað getur ábúandi til mótbýlismanns kauprétti sínum.