Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 167
prófuð einn sinni á hvfirjum 3 vikum. Þetta heflr ver-
ið gjört nú i 2 - 3 ár, og pótt gefast mjög vel.
Við mjólkurskólann á Ladelund á Jótlandi hefir
Þessi mjólkurprófun farið fram siðastliðin 7 ár, og borið
liinn bezta árangur. Þar er gefin vitnisburður frá 0—
i5 stig. Meðaleinkun fyrsta árið var 10,6 stig; en
1902, var meðaleikunin stígin upp í 11 stig.
Þeir fólagar mjólkurbúsins þar, sem fá 9 stig og
Þar yflr, fá verðlaun, en mismunandi há eftir því hvað
þeir fá mörg stig.
Það, sem hefir unnist við þessa prófun á mjólkinni,
er aðallega þetta, að meðferð hennar hefir batnað á heim-
ilunum, og búin fá betri mjólk til smérgerðar en áður
var. Mér hefir nú dottið í hug, hvoit svipað fyrirkomu-
lag gæti komið hér að notum, og eg er enda i engum
vafa um að svo mundi reynast. Rjómann ætti að prófa
einu sinni í hverri viku eða háifum mánuði, og gefa
hverjum félagsmanni búanna einkun fyrir gæði hans.
Þetta verk mætti fela bústýrunni á hverju búi, ásamt
öðrum manni úr félaginu, er t.il þess þæt.ti hæfur. Þeim,
sem við lok starfstímans ár hvert fá samanlagt beztan
vitnisburð eða. hafa sent beztan rjóma, ætti svo að veita
einhverja viðurkenningu eða verðiaun. Mætti ákveða að
verja til þess sem svarar V2—1 eyrir af hverju smér-
pundi er biiið framleiddi yfir árið. Veita svo þeim 5—10
kr. verðlaun er hafa skarað fram úr í þessu efni.
Það er engum vafa uudirorpið, að slik rjómaprófun
og hér hefir verið nefnd, nmndi hafa beztu áhrif á
mjólkurmeðferðina. á heimiiunum, og bæt.a þrifnaðinn í
þeirri grein. Væri því vert að gera tilraunir með þetta
°g sjá hvern árangur það hefði. — Að mjólkin eða
rjóminn sem kemur til búanna só hreinn og óskemdur,
hefir stórvægilega þýðingu fyrir smjörgerðina. óhreinn
eða gallaður rjómi spillir smjörinu, gerir það með aldrin-
um þráakent, beiskt og vaunið. Það heldur sér með