Búnaðarrit - 01.01.1905, Blaðsíða 230
226
vafl leikið á, að í þeim felst vísir til ómetanlegra fram-
fara fyrir landbúnað vorn.
Búpeningssýningar, 10 slíkar sýningar voru haldnar
árið sem leið, og styrkti Búnaðarfélagið þær með sam-
tals 1175 kr., móts við jafn mikla upphæð frá hlutað-
eigandi hóraðsbúum. Eg var á 7 af þessum sýningum,
en á 3 gat eg ekki komið. Óheppilegt er, að sýningarn-
ar þurfa heizt allar að haldast í júní, og er því eins og
gefur að skilja ómögulegt fyrir sama manninn að vera
á mjög mörgum, þegar langt er á millum þeirra. Hins
vegar verða sýningarnar ekki nema að hálfum notum,
nema einhver, sem heflr góða þekkingu á búpeningsrækt,
sé til leiðbeiningar. Af slíkum mönnum er því miður
um mjög fáa að gera, en vonandi lagast það nokkuð
innan skams.
Raddir hafa heyrst í þá átt, að ótímabært sé fyrir
oss að vera að halda sýningar, þar sem búpeningsrækt
vor sé á svo lágu stigi, skepnur þær sem komi á sýn-
ingarnar, og jafnvel þær, sem verðlaun hljóta alls ekki
verðlauna verðar. Þetta er hættulegur misskiiningur.
Aðal markmið sýninganna er einmitt að auka áhuga á
búpeningsræktinni, og leiðbeina bændum í að framleiða
góðar skepnur. Þörfln á sýningunum er þvi eðliiega
hvergi meiri en hjá oss, og eftir þeirri litlu reynzlu að
dæma sem fengin er, virðist árangurinn góður, enda
metnaðargirni bænda vorra ekki minni en stéttarbræðra
þeirra í öðrum löndum, auk þess sem þeir eru yfirleitt
fúsir á að færa sér í nyt reynzlu og þekkingu annara.
Nautgripafélög. 9 slík félög hefir Búnaðarfélagið
styrkt árið sem leið, með samtals 784 kúm. Sjö af
þeim eru á Suðurlandi, eitt á Yesturlandi og eitt á Norður-
landi. Mér er kunnugt um, að mörg af þessum félögum
hafa fært út kvíarnar við lok reikningsársins, og var
kúatalan í þeim um áramótin orðin rúmlega 1000.
Fjögur ný félög voru mynduð í haust,, sem mér er kunn-
ugt um kúatölu í, en sem ekki höfðu sent styrkbeiðnir