Búnaðarrit - 01.01.1905, Page 58
54
ákvarðanir, eru ógildir. Sannist það síðar, að röng
skýrsla um boð í jarðeign þá, sem um er að ræða, eða
tylliboð hafi ónýtt forkaupsrétt eða spilt sölukjörum, varð-
ar það seljanda og þann, er tilboð gerði, 100—500 króna
sektum hvorn, er falli til landssjóðs.
7. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1906.
Áthugasemdir.
Milliþinganefndin í landbúnaðarmálinu álítur það
mikið böl fyrir landbúnaðinn, hve mikill fjöldi af jarð-
eignum er einstakra manna eign í leiguábúð. Þessar
tölur eru líka hærri en ilestir munu hafa rent grun i.
Nefndin hefir kynt sér skýrslur hreppstjóra viðvíkjandi
leiguábúð á jörðum einstakra manna; og þótt sumar
skýrslurnar séu eigi ljósar, þá má þó fara nærri um það,
að jarðir einstakra manna, sem eru í leiguábúð, séu
um 2600, og ábúendur á þeim við 6000. Það lætur
því nærri að þessar jarðir séu helmingi fleiri en opin-
beru jarðeignirnar. Enn fremur er auðsætt, að kjör leigu-
liða eru að jafnaði mikið iakari á jörðum einstakra
manna, heldur en t. d. á landssjóðsjörðum. Einkum
veldur það stórtjóni, hve alment er, að ábúðartíminn sé
óviss og stuttur. Er því mikil nauðsyn að iöggjöfin
stuðli að þvi, að margar jarðir geti eigi óhindrað lent á
eins manns liöndum. Þörfin er einnig enn meiri, ef
frumvarp til heimildarlaga fyrir stjórnarráðið, um að
selja opinberar jarðeignir, næði fram að ganga. Eitt af
því er fært hefir verið á móti sölu þjóðjarða er, hve
hætt væri við að jarðirnar gengju úr sjálfsábúð, og væri
þá leiguliði þeirrar jarðar ver farinn en áður, meðan á*
býlið var þjóðeign.
Þetta frumvarp á mikið að geta kcmið í veg fyrir