Búnaðarrit - 01.01.1905, Blaðsíða 193
189
4. kr. dýrara en það hafði geit áður. Það hefir nefni-
lega nokkrum sinnum fyr keypt islenskt kindakjöt af
taupmönnum, en kjöt það hefir verið svo illa verkað,
að sameignarkaupfélögin hafa eigi getað notað mikið af
því. Ýmsir danskir bændur, sem eg hefi átt tal við í
vetur, hafa kannast við íslenzka saltkjötið, því að bæði
fiefir það nokkrum sinnum verið sent út urn nokkrar sveitir
til reyhslu af Samfélagi sameignarkaupfélaganna, og svo
hafa sumir, sem hafa int herþjónustu af hendi, fengið
Það, en þeim hefir þótt neyðarúrræði að borða það.
Kjöt það, sem Samfélagið hefir fengið, selur það
aftur á 35 aura pundið, og býst við að hafa góðan á-
góða á því, sem skiftist síðan á milli sameignarkaupfé-
lagsmanna. Verð á íslenzku kjöti, sem komið er eins
og að undanförnu frá íslenzkum kaupmönnum, er hjá
kjötsölum hér í bænum venjulega 28 aura pundið og
stundum á 30 aura. Aftur á móti mun vera hægt að
íá 40 aura fyrir pundið, ef kjötið er vel verkað og 50
aura fyrir hið bezta af því, svo sem fyrir lærin.
Eg hefi látið kaupa tvisvar handa mér af kjöti því
írá íslandi, sem hér ræðir um. Það, sem eg hefi reynt,
var gott, en þó var verkunin á því eigi eins góð og á
kjöti því, sem eg hefi oft fengið frá frú Thóru Melsteð í
Reykjavík. í fyrra skiftið lét eg kaupa læri, en í hitt
sinnið siðu með bóg, en það stykki úði og grúði af hár-
um og er það slæmur galli. Slíkt má eigi eiga sér stað,
svo framarlega sem íslendingar vilja fá kindakjöt sitt
vel borgað. Hreinlæti, hreinlæti, af því drýpur gull!
Óhreinlætið er cnn sem komið er þyngra gjald á íslend-
ingum en öll gjöld til landssjóðs og sveitar, en menn eru
svo vanir við það, að menn athuga það eigi sem skyldi.
sala í Kaupraaiinahöfn til þess að geta tokið mikið eða litið eftir
hentugleikura nú að þessu sinni. Næst senda kaupielögin
islenzku kjötið beint, þau er ná skiftum við Sambandið. Höfum
spurt, að svo muni Kaupfélag Suðurþingeyinga gera; en þaðan liefir
kjötið viðbáðartilraunirnar 1903 og 1904 reynzt hvað bezt. Alhs. i'ili/.