Búnaðarrit - 01.01.1905, Blaðsíða 120
116
fongju að njóta. Lög i þessa átt hugsaði nofndin
sér að kœmu þá í stað nýbýlalnganna.
Þegar nefndin fór að vinna meira að þessu, rak hún
sig á ýmsa örðugleika. Lagasetning í þá átt, sem að of-
an er greind, tekur til svo margs á ýmsum svæðum,
og við það bættist að þetta ræktunar-landnám er svo
skamt komið í verkinu, að vísast er enn hæpið að setja
lög um það.
Nefndin taldi þó rótt, að koma samt með frumvarp
um afnám nýbýlalaganna, þó eigi væri til annars en að
koma því að í athugasemdum, hvað hún hafði hugsað
sér, að ætti að koma í stað þeirra, ef eigi nú þegar, þá
innan skamms.
í athugasemdum við frumvörpin um sölu opinberra
jarðeigna og Ræktunarsjóðinn höfum vér töluvert skýrt
hugmyndir vorar um slík smábýli, sem vér þar nefnum
grasbýli, og hvernig hlynna ætti og mætti að upptöku þeirra.
Grasbýli og þurrabúðir greinast eftir sjáifum heitun-
um, og sú greining er í meðvitund manna, en skilgrein-
ingar laga milli þessara tegunda húsmenskubýla oru eigi
til, og geta mætti þess, að grasbýlamenn, er vór svo.
mundum nefna, það er að segja sveitamenn, sem eru
að koma sér upp túnbletti til kúahalds, hafa fengið þurra-
búðarmannalán eftir iánsheimiid fjáriaganna siðustu árin.
Sú heimild heflr verið sáralítið notuð, öil árin 1902—1904
hafa alls verið lánaðar 7450 kr. og er það skiljanlegt
þegar athugað er, hvernig húsmenskunni er varið hjá oss.
í landbúnaðarlaga-bálkihum, sem var á ferðinni í kring
um 1880, komu fram tillögur um greining milli jarða og
smábýla, t. d. að jörð væri ekki minni en 5 hundr., eða
þá 1 hundr.; hið síðara mun næst almennum skilningi.
Einhverja slíka greining getur maður hugsað sér, en þó
öllu fremur hitt, áð miða við stærð landsins. Grasbýlis-
hugmyndin folur í sér, að landið sé algirt og verði smám
saman alræktað.
í frumvarpi neðri deildar 1881 til landbúnaðar-