Búnaðarrit - 01.01.1905, Blaðsíða 80
76
liti, og úr bví tilgangnrinn hefir eigi náðst, þarf að
auka aðhaidið á einhvern hátt.
Nefndin hefir hugsað sér að þetta mætti verða með
því, að gjöra þinglýsingu byggingarbréfa að skyldu, og
leggja þá skyldu á landsdrottin að viðlögðum sektum.
Eftirlitið með því að slíkum lögum sé hlýtt er mjög
svo óbrotið; þar getur ekkert undanskot átt sér stað,
ef sýslumaður gætir iaganna. Að leggja skylduna á
landsdrottin virðist ekki ísjárvert að neinu leyti, þar sem
þinglýsingin á eigi að hafa neina lagalega þýðingu aðra en
þá, að vera sönnun þess, að landsdrottinn hafi gegnt
skyldu sinni um útgáfu byggingarbréfs.
Enn er að benda á það, að auk aðhaldsins, sem
þinglýsingarskyldan veitir til þess að fyrnefndur tiigang-
ur ábúðarlaganna náist, mælii það einnig, að voru á-
liti, með þessu fyriikomulagi, að þá fæst auðveldur að-
gangur að upplýsingum um meðferð á leigujörðum
landsins, sem getur haft mjög mikilsverða þýðingu bæði
í hagfræðislegu tilliti og á annan hátt.
Ómakið, sem þinglýsingarskyldan bakar landsdrottn-
um, er svo lítið, að ekki tekur að tala um það, og
sama er að segja um bókunargjaldið. Af lagaákvæði
þessu mundi það leiða, að langílest byggingarbréf yrðu
gerð á prentuðum eyðublöðum, til hægarauka fyrir alla.
Afskifti löggjafarvaldsins af réttarsambandinu milli
landsdrottins og leiguliða hafa, eins og við má búast,
jafnan fremur vitað í þá átt, að styðja hinn máttar-
minni, og getum vér eigi betur séð, en að þetta ný-
mæli vort verði og til þess að tryggja og bæta kjör
leiguliðanna, þó að það jafnframt stefni að því að firra
landsdrottna vítum fyrir vangeymslu á lagaskyldu þeirra.
Vér höfum áður vikið að því, hve réttarvissan er
þýðingarmikil í þeim efnum, og eftir eðli sínu er hún
jafnan enn mætari fyrir þá, sem minni eru máttaiins.
Hún mun reynast leiguliðunum farsælli en „höppin",
sem geta hrotið til þeirra af vanrækslu landsdrottna.