Búnaðarrit - 01.01.1905, Blaðsíða 304
300
Samfélagið hefir komið á fót nokkrum verksmiðjum
og býr til sjálft nokkrar þær vörur, sem það þarf á að
halda. Verzlun þeirra var:
upphæð alls hreinn ágóði
kaffibrensluverksmiðjan 911,530 kr. 124,076 kr.
súkkulaðiverksmiðjan.... 214,103 — 44,767 —
sykurvöruverksmiðjan..... 95,903 — 16,319 —
tóbaksverksmiðjan....... 200,121 — 27,481 —
Alls 1,421,657 — 212,643 ~
Af verzlunarupphæð samfélagsins var selt af
nýlenduvörum fyrir ...... 16,107,000 kr.
vefnaðarvörum — 1,493,000 —
járnvörum..... — 1,379,000 —
Samfélag sameignar-kaupfélaganna hefir vaxið fjarska-
lega fljótt.
1896 var verzlunarupphæð þess að eins:
4,176,000 kr. við 310 sameignarkaupfélög
1900 11,017,000 — — 601 sameignarkaupfélög
1904 22,584,000 — — 951 sameignarkaupfélög.
Samfólagið veitir 348 mönnum atvinnu, 70 skrif-
■stofumönnum, 200 verkamönnum við vörubirgðir, og 78
mönnum í verksmiðjum.
Mér er ijúft að geta þess, að samfélag sameignar kaup-
félaganna fékk í fyrra saltkjöt (dilkakjöt) frá ísiandi, sem
reyndist mjög vel. Ef vér fáum mikið af slíku kjöti, má
eflaust selja það til sameignar-kaupfélaganna í Danmörku.
Sameignar-mjólkurbúin.
Árið 1882 var sett á stofn hið fyrsta sameignar-
mjólkurbú. Vestjózkir bændur urðu fyrstir til þess. Þeir
tóku eftir því, að einstakir menn, sem áttu mjólkurbú,
græddu mikið á því, og þóttust þá geta gert það sjálfir,
eins og raun varð á. Formaður fyiir því var sjálfseignar-
bóndi Niels Christensen, en stjórnandi Stilling Andersen,
og sömdu þeir ásamt Niels Hansen í Uhd fyrstu lögin
fyrir sameignar-mjólkurbú.