Búnaðarrit - 01.01.1905, Blaðsíða 218
214
eins, dag eftir dag og viku eftir viku, þurfi maður að
hafa vald yfir hitanum i skálanum. Góð sýring er nauð-
synleg til þess, að smjörið verði samkynja að gæðum,
en til þess þarf að geta ráðið við hitann í skálanum.
Eins og hefi áður minst á, þá eru margir rjóma-
skálarnir svo illa gerðir, að hitinn linni í þeim lækkar
•og hækkar eftir því hvernig veðrið er úti. Og fyrir
þessa sök getur það oft komið fyrir, að strokka verður
ijómann áður en hann er orðinn full sýrður. Af sömu
ástæðu, getur það og átt sér stað, að sýran só eigi orð-
in nægilega súr, þegar á að nota hana. Af þessu leiðir
svo, að annan daginn er rjóminn strokkaður hálfsúr,
en hinn daginn hæfilega súr, og þetta hefir þau áhrif,
að smjörið verður ósamkynja. Til að bæta úr þessu,
væri gott að búa til sýringarklefa í skálanum þar sem
bæði rjóminn og sýran væri geymd í, og ganga svo frá
þessum klefa, að hitinn gætí haldist þar óbroyttur, hvern-
ig sem viðrar.
Að öllum líkindum ferðast eg um Danmörku i sum-
ar, og eitt af verkefnum fararinnar ætti það þá að vera,
að fá upplýsingar um, hvernig hentugast er að senda
smjörið til Englands, hvort ráðlegt muni að greina smjörið
áður en það er sent, og hvernig bezt er að geyma það
áður en það fer eða meðan það er hér.
Að öðru leyti er það mín skoðun, að áður en langt
um líður, eigi að selja smjörið til kaupmanna hér innan-
lands, er siðan selja það fyrir eigin reikning til útlanda.
Með því móti gætu íjómabúin fengið strax að vita um
galla þá, er kynnu að vera á smjötinu, og þá um leið
aðstoð þeirra manna, er vit hefðu á smjörgerð, til þess
að lagfæra það, er aflaga færi, ef sú, er stæði fyrir bú-
inu, væri eigi fær um það sjálf. — í þessu efni álít
eg, að við eigum að fara að dæmi Dana. Þar er fyrir-
komulagið þannig, að landinu er skift í héruð, ogíhverju
þessara héraða er svo skipaður ráðunautur, sem ferðast
á milli mjólkurbúanna, þegar eitthvað er athugavert við