Búnaðarrit - 01.01.1905, Blaðsíða 187
183
um ferðina, er vér í sumar leyfðurn oss að senda yður,
þér mynduð hlutast til um, að dönsku kaupfélögin
keyptu nokkuð af kjöti því, er Sigurði stórkaupmanni Jó-
•hannessyni í Kaupmannahöfn verður sent nú í haust.
Kjötið, sem verður sent herra S. Jóhannessyni í þessu
skyni, verður linsaltað, hver kroppur í 6 stykkjum, og
verður öll meðferð á því svo góð sem kostur er á.
Kjötið verður eingöngu af dilkum og veturgömlu fé, að-
greint hvort fyrir sig.
Vór gerum oss beztu vonir um, að m'eð réttri með-
ferð geti þetta fínasta og ljúffengasta kjöt vort orðið ágæt
verzlunarvara, og að íslenzku kaupfélagsmennirnir,' sem
framleiða kjötið, fái beztan markað fyrir það í voru toll-
frjálsa bróðurlandi.
Vér búumst við því sem nauðsynlegu og sjálfsögðu,
að hér verði sett á stofn sláturhús, og að slátrunina
•framkvæmi hæflr ,og kunnandi menn, og viljum vér
stuðla að hvorutveggju að þvi er vér bezt getum.
Eftir því sem herra Hermann Jónasson skýrir oss
frá, ieyfum vér oss að vænta yðar velvildarsömu að-
stoðar i þessu máli. sem er svo þýðingarmikið fyrir
Island, og að þér munuð svo vel gera að gefa oss góð ráð
•og ieiðbeiningar um það, hvernig vér í Danmörku, og þá
sérstaklega í sambandi við kaupfélögin dönsku, getum
fengið betri markað fyrir kjöt vort“.
Kjöt það, sem að ofan er nefnt, kom til herra Sig.
Jóhannessonar fyrst í nóvember, og keypti Kaupfélaga-
(Sambandið nokkurn hluta þess til reynslu. Sjálfur fékk
■eg eina tunnu af þvi, og get af eigin reynslu vitnað, að
kjötið verðskuldar í fylsta máta að kallast Ijúffengt
(„delikat"), enda er það samróma álit allra annara, er
«g veit til að hafa reynt kjötið. Og getum vér fengið
framvegis samskonar kjöt frá íslandi og jafnvel með farið,
«0ttu öll dönsk heimili að útvega sér það. Ivjötið álít
•eg jafnágætt og jafnbragðgott og danskt kindakjöt, og