Búnaðarrit - 01.01.1905, Blaðsíða 168
164
Oðrum orðum miklu ver en smjör úr góðum rjóma, og
selst þar af leiðandi stórum lakar á markaðinum.
Til þess að hafa bætandi áhrif á mjólkurmeðferðina
hefir verið ákveðið og reynt að senda ijómann heim aft-
ur, ef hann þykir eitthvað gailaður. Þessu verða bústýr-
urnar að fylgja fast fram, hver sem á i hlut, og láta sér
hvergi bregða þó að þvi sé fundið. Þetta hefir oft gef-
ist vel, og írniðan menn eigi leita annara ráða í þessu
efni, eða taka upp aðra aðferð til þess að hafa bætandi
áhrif á mjólkurmeðferðina, þá verður að beyta þessu,
að senda rjómann heim, ef eitthvað er að honum. En
jafnframt því að senda rjómann heim þegar um veru-
lega galla er að ræða, þá ættu smjörbúin að taka upp
þá aðferð að láta prófa rjómann á búunum, og velja til
þess góða menn, og gefa hverjum manni vitnisburð fyrir
rjómann, sem frá honum kemur.
6. Smjörsýningar eru eitt, af því, sem haft hefir
bætandi áhrif á smjörgerðina í Danmörku. Þessar smjör-
sýningar í Danmörku eru aðallega tvenskonar, héraða-
sýningar, sem nefnast „Bötteudstillinger" og árssýningar.
héraðasýnirigar, eða sem eins mætti nefna amts-
sýningar, eru vanaiega haldnar 6—12 á áti, í hverju
amti, eða alls 140—150 um árið fyrir land alt. Til
þessara sýninga eru veittar úr ríkissjóði 5000 kr. á ári.
Vanalega er smjörið 10 daga gamalt þegar það er sent.
En jafnhliða þvi, er á sumum þessum sýningum sýnt
smjör, sem er 18—20 daga. Er það dæmt sér, og aðal-
lega sýnt í þeim tilgangi að komast eftir eða reyna, hvað
smjörið getur lengst haldið sér ómengað.
Smjörið er dæmt í tvennu iagi, og eru vanalega 2—
3 dómendur í hvorri dómnefnd. Ilvor dómnefndin fyiir
sig kemur sér saman uin hvaða vitnisburð smjörið eigi
eða skuii fá. Siðan bera þær saman vitnisburðinn, og
þar sem ber á milli, er tekið meðaltal af því, sem þær
hafa gefið, og það meðaltal gildir svo sem einkun eða
vitnisburður fyrir viðkomandi smjör-merki. Vitnisburð-