Búnaðarrit - 01.01.1905, Blaðsíða 71
67
fram líða stundir, og alténd komið nú þegar rekspölin-
um á, að létta leiguliðafarginu af landinu.
Um það viljum vér engum orðum eyða, að lán-
veitingar til að koma á sjálfsábúð í iandinu eru í fylsta
máta i anda Ræktunarsjóðslaganna, og höfum vér ann-
arstaðar talað um þýðing hennar.
Þeirri bending viljum vér skjóta hér að, að uppsögn
ætti að vera áskilin, og henni framfylgt tafarlaust, á
þessum vilkjara viðbótarlánum, ef jarðirnar gengu úr
sjálfsábúð, nema ef alveg sérstaklega stæði á til máls-
bóta.
Oss getur eigi til hugar komið að nokkur mæli
þar í móti, að andvirði seldra þjóðjarða gangi áfram í
Ræktunarsjóð, verði lionum ætlað jafnmikið viðfangsefni
og hér er gert, og með fyrirmælunum um verðlauna-
breytinguna, og um það, að styrktarlánin veitist eigi síður
grasbýlismönnum og þurrabúðarmönnum, þykjumst vér
hafa girt fyrir að nokkur geti með rökum sakað
oss, eða löggjafarvaidið, aðhyllist það tillögur vorar, um
það, að hugsað só meira um hag sveitamanna en sjávar,
enda eiga þeirj síðarnefndu allan sama rórt og hinir að
njóta hinnar sameiginlegu þjóðjarðaeignar, og að því
jafnrétti stefna allar breytingar vorar, en varhluta fara
þeir með því fyrirkomulagi sjóðsins sem nú er. Kaup-
staðir einir hafa verið útilokaðir frá þurrabúðarmanna-lánun-
um, og teijum vér rétt eftir öllum atvikum að svo haldist
áfram. Yér sjáum það fyrir, að þessi iánsheimild yrði
meira notuð til sjávar en sveita, því að þurrabúðunum
sleptum, þar sem garðræktin er aðalviðfangsefnið — og
meiri áherzla yrði lögð á hana, er lánin væri að sækja
til Ræktunarsjóðsins, — þá mundu grasbýlin sórstaklega
koma upp við sjávarsíðuna, meðal annars af því að víða
er þar svo gott til áburðar, og fólksfjöldinn rekur eftir
að rækta hvern blettinn. Yér höfum annarstaðar haft
tækifæri til að tala um grasbýlin, og þar sem nafnið
sjálft skýrir hugmyndina, hikum vér oss eigi við að
5*