Búnaðarrit - 01.01.1905, Blaðsíða 70
*
66
vinnulán með sérstökuni vilkjörum, svo sem minni
trygging en alment gjörist, geta eigi eftir eðli sínu
verið með öllu áhættulaus fyrir sjóðinn, en fyrir slíkum
vanhöldum væri honum meir en borgið með þessari
uppfærslu vaxtanna.
Viðaukarnir, sem nefndin fer fram á að gerðir verði
á iögum Ræktunarsjóðsins, eru miklu yfirgripsmeiri en
breytingarnar, og standa viðaukar þessir jafnframt í
nánu sambandi við önnur laganýmæli, sem nefndin hefir
gert tiilögur um, og eigum vér þ r aðallega við frum-
varpið til heimiklarlaga um sölu opinberra jarðeigna og
ítaka og frumvarpið um forkaupsrétt leiguliða á jarð-
eignum einstakra manna. Fyrra frumvarpið veitir, ef
ti) kemur, sjóðnum féð, en hið siðara ávaxtar það.
Viðaukarnir standa og falla með fyrra frumvarpinu;
en breytingarnar, sem vér höfum rætt um á meðferð
vaxtanna, geta gengið fram og þurfa að ganga fram,
hvað sem viðaukunum líður.
Ein af fyrirspurnunum til oddvitanna var sú, hvort
ieiguliðar á einstakra manna jörðum mundu ráðast í að
kaupa ábýli sín, væri þess kostur fyrir þá að fá veðlán
með góðum kjörum til viðbótar því, sem vant er að
lána út á fasteign, t. d. alt að 2/3 söluverðsins. Þess-
ari spuiningu var, eins og við mátti búast, svarað ját-
andi yfirieitt, enda er það ekkert álitamál, að þau láns-
kjör mundu hvað mest verða til að auka sjálfsábúð í
landinu.
Annarstaðar hafa ríkin lagt stórfé í sölurnar til að
auka sjálfsábúðina og koma ræktunarlandinu, hæfilega
skiftu, á sem flestar hendur, til hollrar félagsskipunar.
Nú teljum vér fremur vonlitið að landssjóður rísi undir
því að setja upp slíka lánsstofnun og binda fé sitt þar
að inarki, en löggjafarvaldinu er innan handar, án til-
finnanlegra framlaga, að efla Ræktunarsjóðinn svo, að
hann geti töluvert unnið að þessu, að minsta kosti er