Búnaðarrit - 01.01.1905, Blaðsíða 72
68
taka það heiti í frumvarpið, þó að enn só eigi með
lögum markað fyrir slíkum jarðabrotum, fráskildum og
skiftum út úr iögbýlum þeim, sem nú eru, en að þvi
mun væntanlega brátt draga.
Nú lánar Ræktunarsjóðurinn gegn ábyrgð sveitar-
félaga eigi siður en gegn fasteignarveði, og yrði það
væntanlega, nú til að byrja með, aðal lántökuleiðin
fyrir grasbýlismenn. Þeir þurfa meira en styrktarlánið
til girðingar og ræktunar landskika sínum, þar sem þeir
verða að koma þaki yfir sig, og mætti lánið til hins
síðara sjaldnast nema minnu en verði aðkeypta efnisins.
Nýstárlegt mun það þykja hjá nefndinni, að hún
vill gefa nokkuð af vöxtum Ræktunarsjóðsins mönnum
til lífsábyrgðarkaupa, er þá aukatrygging vildu nota til
að komast í sjálfsábúð, og or sjálfgefið að þeir einir
fengu styrkinn, er áður hefðu sýnt, að þeir væru lik-
legir til þrifa. Menningarbrag landanna og framfarir má
marka af því, hvað lífsábyrgðir eru þar orðnar almennar.
Lifsábyrgðir eru ein hin styrkasta taug lánstraustsins,
auka mjög svo getuna, dáðina og sjálfstraustið, og
tryggja að lokum verulega afkomu konu og barna. Þó
að lífsábyrgð nemi eigi nema nokkrum hundruðum króna,
getur hún gert fátækum manni fært að ráðast í það,
sem honum annars væri ókleift. Sveitarstjórnir mundu
t. d. ólikt fúsari að ábyrgjast lán grasbýlismanns, ef
hann hefði trygt iif sitt. Ilér mnndi tæplega öðrum
lífsábyrgðum komið við, en með iðgjaldagreiðslu í eitt
skifti fyrir öll, eða þá á fáin árum, því að sjóðurinngæti
eigi til langs tíma bundist styrkheiti til hvers einstaks,
og vel þarf um það alt að búa. Sérstaklega mætti bú-
ast við því að frumbýlingar notuðu þetta. Kaupi t. d.
25 ára gamall maður 500 kr. iífsábyrgð, og greiði ið-
gjaldið alt jafnskjótt, kostar það tæpar 150 kr., en hátt
upp í 35 kr. á ári, ef greitt er á 5 árum. Legði nú
Ræktunarsjóðurinn helming þess fjár fram, þá er það
jafnmikið og næstlægstu verðlaunin eru nú sem stendur,