Búnaðarrit - 01.01.1905, Blaðsíða 79
75
um, tilheyrandi einstökum mönnum, sé án byggingar
bréfs. í skýrslunum um leiguliðaábúðina á bændaeign-
um var spurt um ábúðartimann eftir byggingarbréfl, og
var tilætlunin, að þá kæmi það fram, hvort byggingar-
bréf væri yrtr höfuð til fyrir jörðinni. Nú er það viða
tekið fram og það um fjölda jarða, að ekkert bygging-
arbréf sé til, en iiitt á sér eigi síður stað að svarið er
svo ónákvæmt, að það verður alls eigi séð, hvort bréf
er til eða ekki. Þetta að helmingur bændaeigna i
leiguábúð sé bréflaus er því vitanlega ágizkun, en sem
vart er mjög fjarri sanni.
Skýrslur þessar áttu að eins að ná til bændaeigna, en
sumir hreppstjórar hafa líka tekið á skýrsluna kirkjujarðir,
og er þá svarið eigi síður um þær: „ótiltekið" eða „ó-
ákveðið". En miklu sjaldnar inun það þó vera um þær
en bændaeignir, að vanti byggingarbréf, þar sem prestar
hafa þó nokkuð aðhald í því efni.
í framkvæmdinui heflr það þá reynzt svo, að þessi
nauðsyn og þetta aðhald laganna hefir eigi getað knúð
landsdrottna til að gæta skyldu sinnar í þessu efni,
hvort sem fremur er um að kenna tómlæti þeirra, eða
öilu heldur hinu, að þeim er sjaldnar, en ætla mætti,
ijós þessi ströngu ákvæði ábúðarlaganna, er hér að lúta,
og álítur nefndin að eigi megi við svo búið standa.
Nefndin telur það mikilvægt atriði, sem lögin eiga
að styðja að, að sem minst réttaróvissa geti komist að,
þar sein um viðskifti landsdrottins og leiguliða er að
ræða, þó að þeim á hinn bóginn sé eigi hamiað frá að
gjöra svo samninga sín á millum, sem þeim þykir sjálf-
um bezt henta i hvert skiíti, alira helzt i landi, þar
sem enginn er stéttarnwnur á leiguliðum og lands-
drottnum.
Þet.ta hefir og verið beinlínis tilgangur ábúðarlag-
anna með því að leggja skylduna á landsdrottin að gefa
byggingarbréf og láta hann gjalda vanrækslu í þ.ví til-