Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Síða 5

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Síða 5
INNGANGUR Veturinn 1991-1992 stóð Stúdentaráð Háskóla íslands fyrir smá- sagnasamkeppni þar sem þátttökurétt höfðu allir nemendur skólans. Alls bárust 59 sögur og hér birtast þær 11 sögur sem dómnefnd kaus að verð- launa. Þar á meðal er vinningssagan, „Innkaupaferð“, eftir Kristján B. Jónasson. Eins og gefur að skilja eru sögurnar ólíkar bæði hvað varðar stíl og efni. Einn höfundur skrifar tilbrigði við alþekkt ævintýri, annar lætur dægurlag hljóma gegnum söguna, sá þriðji man eftir skáldi sem hugsaði mikið um dauðann. Raunar má segja að dauðinn sé nálægur í flestum sögunum. Þannig er maðurinn með ljáinn á ferli uppá Landakotshæðinni í „Frásögu Kristjáns Jónssonar“; í „Lífsbroti“ er fugl, sem syngur ekki framar, jarðsunginn í vindlakassa og Daniel Santos finnst niðurdrepandi að liggja í líkhúsi með merkisspjald á tánni. Dauðinn er þannig með ýmsu móti eins og vera ber. „Innkaupaferð“ er öðru frernur veisla fyrir augað, hún er helgidómur hins sýnilega. Hver lýsingin rekur aðra, smáatriðin hrannast upp og mynda umgjörð þessarar undarlegu innkaupaferðar. Sagan er uppfull af eftirvæntingu og dulúð: eftirtekt. Að baki býr svo óhugnaður sem opin- berast ekki fyrr en í lok sögunnar. Dómnefnd keppninnar skipuðu Ami Sigurjónsson bókmenntafræð- ingur og skáldin Kristín Omarsdóttir og Ulfliildur Dagsdóttir. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Stúdentaráð H.Í.,Bóksala stúdenta og Námsmannalína Búnaðarbank- ans gerðu þessa útgáfu mögulega og er hún gjöf frá þessum aðilum til stúdenta. Eiríkur Guðmundsson umsjónarmaður smásagnasamkeppni SHI 3

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.