Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Síða 10

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Síða 10
heldur stóðu kyrrir á sínum stað og þögðu. Hjólaskautadrengurinn þaul öðru hvoru framhjá eins og fyrirboði. Hann sagði ekkert en skautaði framhjá með hendur fyrir aftan bak, horfði undarlega á slaufuna mína og hvarf síðan inn ámilli rekkanna. Hann þurfti ekki að minnaokkuráað hún kæmi. Við sáum hana glögglega svífa ofar rekkunum, nálgast okkur í hlykkjunt og krókum uns vagninn stóð í rekkabilinu beint fyrir framan og hún ók að fiskikerunum og staðnæmdist þar. Lengi fylgdist hún með fiskunum synda í grænni birtunni milli gróð- urvafninga og sokkinna skipa. Gaumgæfði hringsól þeirra í kerunum og loftið sem freyddi urn þá, gapandi silungar við glerið og hreyfðu sig sila- lega og stundum líkt og þeir hefðu gefið upp öndina, lægju dauðir á botninum. Ef til vill líktu þeir eftir dauðu fiskunum í kæliborðinu, liggj- andi á ísflögum sem við bárum inn á morgnana í stórum kössum, sumir heilir eins og stóri laxinn sem ég hafði stillt upp um morguninn og virtist þá og þegar ætla að fara að sprikla. I kring um hann hafði bleikjum verið raðað í hálfhring og ísnunt sumstaðar mokað yfir, líkt og hausarnir væru aðgægjast upp úr hrönglinu. Framar í borðinu sjávarfiskar og krabbar sem teygðu klærnar í átt að glerinu, heilir humrar og við hlið þeirra karfar með sín útstæðu augu. En afgreiðslukonurnar höfðu séð að ánægja hennar fólst einungis í því að virða fiskana fyrir sér, hún vildi enga kaupa og þær skipuðu drengj- unum að ýta henni að kjötborðinu. Þær voru á sífelldum þönum í kring unt vagninn og af ótta við að túlka ranglega svipbrigði hennar eða týna ein- hverri merkjasendingu, horfðu þær í sífellu framan í hana, litu urn öxl eða gengu aftur á bak þegar þær sóttu vörumar. Jafnvel þótt hún hreyfði sig varla, hefði lagt höndina á brík vagnsins og horfði stíft niður í kæliborðið, sáu þær í háttalagi hennar fjölbreytilegustu óskir. A meðan við pökkuðum nautasneiðum og nýsviðnum fuglum starði hún án afláts niður í glerið og hafði ekki svo mikið sem hreyft til fingur þegar önnur afgreiðslukonan benti á pylsurnar sem hlykkjuðust líkt og eiturtungur unt stálkrókana á veggnum og staðhæfði að konan vildi fá eina lengju. Ég vissi ekki ná- kvæmlega hvað það var sem hún horfði á. Ef til vill hafði hún séð köngulóna spinna vef sinn rnilli skoltanna á svínshausnum. Strengja hann yfir glenntan kjaftinn og festa í jarðarberið og hlaupa þannig úr einu horni í annað, böðuð í ljósum kæliborðsins. Kjötmeistarinn hafði gert nokkrar tilraunir til að heilsa henni. I fyrstu 8

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.