Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Qupperneq 12

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Qupperneq 12
unnar við sögina. Verkurinn í hálsinum virtist linast við setuna, ég fór í vettlingana og opnaði frystinn, stóð eilitla stund fyrir innan dymar og beið eftir að flúorstengurnar hættu að titra og þreifaði mig síðan áfram í ís- gufunni. Svínsskrokkurinn skagaði út úreinni hillunni, vafinn í gaspoka. Ég bar hann í fanginu frant í verslunina, lagði kinnina örstutta stund upp við freðið kjötið og örfínar gufuslæður stigu undan henni, upp af bleiku skinninu. Ég gekk með hann framfyrir borðið og stakk honum ofan í netið. Höfuðlaus hálsinn á undan og beinfreðnar klaufirnar standandi uppúr eins og þær væru hendur einhvers sem teygði sig út í loftið. Hún staldraði næst við hjá bakaríinu. Dyrnar inn á lagerinn voru sjálf- sagt opnar og þar inni hveitipúðraðir bakarar að störfum en þybbin stúlka frammi í afgreiðslunni sem studdi höndum á mjaðmir meðan hún beið eftir fyrirmælum kvennanna, lagaði rautt hárbindið milli pústa og rétti brauðin yfir borðið. Konurnar tróðu þeim í innkaupanetin sem höfðu tútnað svo út að við sáum vart hvað var handan við vagninn. Engu að síður reyndum við að fylgjast með hvert hún stefndi. Skyggndumst eftir gang- inum og grilltum í ávaxtaborðin við enda hans sem teygðu sig meðfram veggjunum eða stóðu úti á gólfinu eins og blikkslegnar eyjar. Þegar vagninn skyndilega beygði inn í eitt rekkabilið, sáum við að ávaxtafólkið hafði myndað skipulega röð framan við eplabingina. Við veifuðum þeim unt leið og hún var kornin í hvarf og þau vinkuðu hikandi á móti. Líklegast höfðu þau haldið að hún héldi rakleiðis til þeirra eftir brauðkaupin og voru eilítið óróleg yfir þessari truflun. Vagninn aftur horfinn inn á milli rekk- anna og hún líkt og áhugalaus stýrimaður í brúnni, hátt yfir vörunum með höndina undir hökunni og túrbaninn við það að rekast í loftstokkana. En líklegast hafði hún aðeins gleymt einhverju og ákveðið að sækja það í snatri því eftir stutta stund kom hún aftur fram á ganginn og í gleði sinni yfir endurkomu hennar, tók grænklætt ávaxtafólkið að klappa. Hvarvetna handan við afgreiðsluborðið birtust andlit sem vildu vita hvað væri á seyði, horfðu undrandi á ávaxtafólkið og skimuðu í kring um sig líkt og þau gætu fylgst með bergmáli lófataksins berast um salinn. Hún reisti sig aðeins hærra í vagninum, ýtti höndunum ofan í púðastaflann og hóf sig upp. Handan við fellingarnar sáum við í fyrsta skipti móta fyrir brjóstum hennar, stórum, ávölum brjóstum sem fóru vel við bakgrunn á- vaxtahlaðanna og á meðan lófatakið hljómaði hækkaði hún sig enn uns hún sat upprétt í vagninum. Hvít hulan í andliti hennar gliðnaði og und- 10

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.