Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Page 13

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Page 13
arleg skil milli þess ytra og innra drógust yfir varir hennar. Barmur hennar hvelfdist undir flauelinu og á glansandi vörum hennar birtist furðulegt bros. Hún hefur sjálfsagt gefið afgreiðslukonunum leynda bendingu því skyndilega ruku þær báðar til, losuðu aðra vagnbríkina og ætluðu að láta hana niður, en hún rann úr greipum þeirra og skall í grindina með dumbu málmhljóði sem barst furðulega vel um salinn og þaggaði niður í lófatakinu. Nokkrir héldu áfram að klappa eilítið ringlaðir, en hættu því um leið og þeir sáu að félagar þeirra höfðu stungið höndunum aftur fyrir bak. Konan brá fótunum niður af vagninum og steig í efstu rim stigans. Kjóllinn rann framaf brúninni og huldi fætur hennar svo aðeins sást lítil- lega í svartar skótærnar undan faldinum. Einn ávaxtadrengurinn tók sig út úr röðinni og gekk til hennar. Hann hélt á stórum broddávexti í hönd- unurn sem minnti einna helst á vígahnött, prílaði upp í neðstu þrep stigans og rétti henni. Hún tók við honum með virðulegri hreyfingu sem var á- kaflega hæg og bar ávöxtinn rólega að munninum, lét gaddana leika um varirnar og virtist íhuga að bíta í hnöttinn, en hika frammi fyrir hvössum broddunum. A meðan hún gældi við ávöxtinn horfði hún í átt að kjöt- borðinu. Við hlið mér heyrði ég meistarann bölva lágt og sjúga yfirvara- skeggið. Hún hætti ekki að stara þó hún tæki ávöxtinn aftur frá andlitinu, sat kyrr og svipbrigðalaus, kjólfaldurinn lafði framaf og í uppréttri hend- inni hélt hún á sporöskjulöguðum ávextinum, broddarnir stóðu út á milli hvítra fingranna. Ég reif af mér vinnuvettlingana, henti þeint inn um lagerdyrnar og komst fram fyrir búðarborðið áður en kjötmeistaranum tókst að slæma í ntig hnífnum. Ég hélt að hann myndi elta mig en hann hætti við það og stóð gleiðfættur við bekkinn og sveiflaði vopninu fyrir framan sig. Þegar ég beygði ntig niður framan við borðið, beygði hann sig einnig og við horfðumst í augu gegn unt kúpt glerið og þegar ég reyndi að mjaka mér lengra fram með því á hækjunt mínum fylgdi hann mér eftir. Hann horfði fast á ntig, höndin lukt um hnífsskeftið og saug endann á yfirvaraskegginu í sífellu. Einhver hlaut að hafa misst bakka inni á lagernum því hann hvikaði til augunum við skyndilegan hávaða bakatil og ég spratt upp og hljóp af stað eftir ganginum. Unt leið kastaði hann sér fram í borðið og stakk hnífnum á kaf í svínshausinn svo brakaði í beininu, en ég sneri ekki 11

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.