Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Side 14

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Side 14
við. Hjólaskautarinn skaust í veg fyrir mig og hafði nærri því fellt mig, fætur hans grónir við skautana eins og ég hafði haldið. Hann hvarf aftur inn á milli rekkanna og veifaði í mig eins og hann vildi að ég kæmi á eftir en ég virti hann ekki viðlits. Ég hélt að ég gæti klifrað rakleiðis upp á vagninn og sest niður á brúnina en sterk ilmvatnslykt hennar stöðvaði mig á miðri leið og ég hikaði. Þetta var undarlega þungur ilmur sem sveið í nefgöngin og slævði mig. Aftan í hnakkanum braust fram stingandi verkur sem breiddist út yfir höfuðskelina og hamraði á beininu. Ég leit niður og sá drengina standa fyrir aftan vagninn. Þeir horfðu niður í marmaragólfið líkt og í skömm og voru ef til vill að hugsa um að henda sér niður og sökkva í steininn. Ég ætlaði að reisa mig við og líta framan í hana, en konumar kölluðu til mín og sögðu mér að lúta áfram höfði. Fellingar kjólsins fyrir neðan mig og inni í svörtum skuggunum fannst mér ég sjá litla ljóspunkta dansa. Þeir hoppuðu til og frá í hringlaga mynstrum sem síðan margfölduðust þegar broddamir sprengdu hársvörðinn við fyrsta höggið. Ég sleppti takinu á riminni og fálmaði eftir hnjánum á henni en hún barði aftur í sárið og síðan hvað eftir annað og hendurnar hrutu í lausa bríkina en fundu engan stuðning og ég féll niður á kjólinn, ofan í fellingarnar og sá enga ljós- punkta lengur, heldur fann aðeins höggin á skelinni og blóðið leka niður vangann. „Hvað nú?!“ gat ég hrópaði úr sleninu en fékk ekkert svar. Drengirnir hlutu að hafa gripið um handföngin því skyndilega kipptist vagninn til og ég féll niður í innkaupanetið. Könguló stökk út úr vörunum. Hún fikraði sig áttfætt yfir andlitið á mér en hikaði við augað, þreifaði varlega á því áður en hún stökk til hliðar og lenti á sárinu. 12

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.