Stúdentablaðið - 15.12.1992, Side 18
veldlega, að menn kæmust ekki upp með að æsa til styrjalda nú á dögurn,
en þess í stað bað almenningur hreinlega um að láta ljúga að sér.
Örn fyllli út eyðublaðið meðan hann var í uppnámi og gerði það þess
vegna vitlaust sem hann uppgötvaði ekki fyrr en um seinan, sem varð aftur
til þess að hann varð af námslánum næsta árs.
- Hæ, Öm.
Örn leit upp og sá Steinunni, stúlku sem lærði frönsku við Háskólann.
- Nei, sæl og blessuð. Hvað segirðu nú goll? Langt síðan.
- Allt í fína, svaraði hún. Hún tók oft eftir því þegar hún talaði við Örn
að þau virtust ekki tala sama mál. - Jæja, ég verð að þjóta, sagði Steinunn.
- Hvað, strax?
- Já, ég er að verða of sein, sé þig seinna.
Hún flýtti sér út úr nemendaskrá og út um norðurútganginn, síðan eftir
trjágöngunum niður í félagsstofnun. Hún ætlaði að kaupa þar blý sem hún
þurfti ekki á að halda. Hún valdi blýstaukinn vandlega nteðan hún fylgdist
með afgreiðsluborðinu. Þar sá hún manninn sem hún var raunverulega
komin til að hitta. Fyrst hann var ekki að gera neitt, gekk hún til hans og
lét hann selja sér blýstaukinn.
- Sæl, Steina. Ætlarðu að fá eitthvað fleira en þetta? spurði sölumað-
urinn.
- Nei, ekki núna, svaraði hún. Hún stóð og horfði ntagnvana á hann
stinga blýstauknum í lítinn plastpoka og augnablikið hverfa í sortann. Hún
horfði í augu hans meðan hann rétti henni pokann.
- Sextíu og þrjár krónur.
O, guð, hugsaði hún. Hann er svo myndarlegur. Og svo yfirvegaður og
rólegur.
Steinunn þoldi ekki menn sent voru síkvikir, eins og þeir væru með
njálg. Það var annað en hann Þorsteinn. Hann þorði alveg að mæta
augnaráði hennar. Hann sagði aldrei neitt af hvatvísi, heldur valdi orð sín
vandlega.
- Gjörðu svo vel, sagði hún og rétti Þorsteini einn grænan, svo hann
þurfti að gefa henni til baka. Síðan gekk hún á braut. Hún vonaði að ein-
hvem daginn myndi hann bjóða henni út. Hún þorði ekki að taka neitt
frumkvæði sjálf. Hún íntyndaði sér að þau væru hjón. Þau l'æru í langt
ferðalag eitthvert austur á land, jafnvel yfir sandana. Þá þyrftu þau að aka
langt og lengi. Roulir loin et longtemps...
16