Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Page 27

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Page 27
JÓHANNA HAUKSDÓTTIR: Úljurinn og barnið Á leið sinni í gegnum skóginn mætti hann barni. Það var sæt lítil stúlka. í rauðri hettukápu og með strákörfu á hand- leggnum. Og hún hoppaði ýmist eða dansaði eftir stígnum, sólargeislar léku sér í hári hennar og hún söng eitthvert lag með silfurskærri rödd. Honum fannst sem fugl ilygi. Hún nálgaðist stöðugt, og brátl lagði ilm hennar að vitum hans. Eins og allir vita er ekkert til sem æsir upp hungrið í langsoltnum úlfi á sama hátt og lyktin af smástelpu. I minningunni er hún mjúk. Heitt, dísætt blóð hennar loðir við góminn. Kjöt hennar meyrt og safaríkt líkt og fullþroskuð ferskja. Jafnvel beinin eru svo mjúk að þau má bíta í sundur og sjúga úr þeim merginn án minnstu fyrirhafnar. Það væri því lygi ef ég segði ykkur að hann hefði ekki langað til að rífa hana í sig, en hann hafði orðið þess var að veiðimönnunum í skóginum var farið að gremjast það að hann æti börn þeirra. Og þar sem veiðimenn eiga byssur taldi úlfurinn ráðlegast að forðast böm. Hann ætlaði því að víkja af veginum, en barnið hafði þegar komið auga á hann. „Halló úlfur!“ kallaði barnið. „Ég er á leið til ömmu minnar, viltu verða mér samferða þangað?“ Eins og fyrr sagði var úlfurinn soltinn og enda þótt tilhugsunin um ömmuna væri ekki sérlega freistandi vissi hann að hann yrði að nærast. Hann gaf sig því á tal við barnið í þeim tilgangi að finna ömmuna. Því eins og þið eflaust vitið eru ömmur vanastar því að loka sig inni í litlum húsum í stað þess að vera rauðklæddar að dansa í skóginum. Þær eru því ekki alltaf eins auðfundnar og börnin. Hann gaf sig því á tal við stúlkuna og spurði vingjamlega hvar amma hennar byggi. Úlfurinn er í eðli sínu veiðidýr. Hann kærði sig ekki um að vera leiddur að bráðinni og vildi því ekki vera barninu samferða alla leiðina. Auk þess 25

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.