Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Síða 35

Stúdentablaðið - 15.12.1992, Síða 35
JÓN MARINÓ SÆVARSSON. Frásaga Kristjáns Jónssonar A leið minni í vinnuna þennan kátlega dag verður mér það skyndilega Ijóst að líf mitt er blekking. Öskudagur hefur reyndar aldrei verið minn dagur. Ég hef aldrei getað þolað böm. A Landakotshæðinni sé ég að maðurinn með ljáinn bíður við gang- brautina. Kirkjan blasir við mér á aðra hlið með ekkert höfuðfat. Ekki einu sinni kross. A hina hliðina bölvaður spítalinn. Staða mín er alveg á hreinu þarna í bílnum. Ég verð auðvitað að hleypa manninum yfir. Hann hefur stutt á hnappinn og rauða ljósið segir mér að stoppa. Ég geri það en djöfull líkar mér það illa. Það blikar á ljáinn í morgunsárið. Sá árstími er kominn þegar sól er hærra á lofti. A leiðinni yfir verður honum skyndilega litið á mig. Mér sýnist hann vera hauslaus þessi djöfull en það glittir í tennur þama undir hettunni. Hann brosir. Mér finnst hann Iilæja. Kannski til að dylja tilfinningar sín- ar. „Ég finn til óvildar í þinn garð,“ hugsa ég um leið og hann hverfur mér sjónum. Á leið minni heim þessa sömu leið nokkrum tímunt seinna verður mér hugsað til dauðans og þegar ég nálgast þessa sömu gangbraut ákveð ég að snúa við. En ég get ekki snúið við. Bíllinn bara heldur áfram. Ég fölna og tek að skjálfa í hnjánum. Ég er fáviti. 33

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.