Stúdentablaðið - 15.12.1992, Page 37
KRISTÍN BRIEM:
lífsbrot
greinarnar og trén og allur skógurinn varði jörðina sólu en sterkustu
geislarnir náðu samt að ylja henni og stúlkunni sem þræddi stíga svörtustu
afríku handan götunnar heima. hún var veiðimaður vopnuð kræklóttu
spjóti og elti ósýnilega bráðina hljóðlega, með pírð augu og spenntan lík-
ama, læddist, elti en vissi samt allan tímann að hún mundi ekkert veiða því
hún var bara að þykjast vera veiðimaður en var bara lítil stúlka, þá teygði
trjárót sig í fót hennar og hún hnaut og hruflaði sig á olnboganum, fugl
svaf í laufbeði en er stúlkan gætti að sá hún að hann mundi aldrei framar
vakna og hún vissi hann syngi ekki heldur meir.
bjó um hann í rauðflauelsvindlakassa
gerðist prestur
söng hann til himna í jarðarför
óskaði honum englafuglavængja
bað hann fengi geislabaug og syngi fegurra en nokkru sinni
legði síðan sóleyjakrans við kvistakross
dag einn átti stúlkan erindi við skóginn en vildi náttúrlega líka vita ör-
lög l'ugls hvort hann væri ef til vill farinn. hún grófst fyrir um það en er hún
leit ol'an í flauelsklædda líkkistuna var hann enn þar, kyrr. en þrátt fyrir að
honum auðnuðust hvorki englafuglavængir né heldur geislabaugur gerði
það ekki til því hann var ekki einn. inní hann gengu þúsund og útum hann
annað þúsund ormar og þeir voru allir utanum hann og inní honum og útúr
honum því þeim þótti vænt um fugla sem ekki fengu englafuglavængi og
stúlkan gladdist fyrir þeirra hönd.
35